Kirkjublaðið - 01.01.1896, Síða 2

Kirkjublaðið - 01.01.1896, Síða 2
ur Davíðs með upphafsorðunum: »Drottínn er mínn hirð- ir, mig mun ekkert bresta« hefir á öllum öldum kristn- innar verið kær hjörtum og tamur tungurn trúaðra, í öllum kjörum lífsins, frá bernskuskeiðinu ailt til hinnar efstu æfistundar. Það er texti barnæskunnar. Börnin vor læra það snemma og hafa það gjarna um hönd. Eilíf gleði er þ tb mjer, að minn hirðir Jesús er, að eg lamb er hans í hjörð, hef þar t’æbu og dyggan vörð; hann mig annast, hann mig kailai' heiti mínu um stundir allar. Það er fermingartexti; þegar vjer leiðum lióp kristinna ungmenna upp að altarinu fermingardaginn, og látum þau hefja göngu sína út í lífið frá altarinu, getum vjer þá fundið annað, sem betur gleður og styrkir þau og oss en þetta fyrirhsiti Drottins: Eg ern góði hirðirinn, minir sauðir þekkja mína raust. Það er giptingartexti. Yfir tryggðabandi brúðhjónanna við aitarið verður ekkert feg- urra mælt en þettn: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Það er innsetningartexti. Þegar sáinahirðir- inn byrjar starf sitt hjá söfnuðinum, hvaða ávarp er þá huggunarríkara til sjálfs hans, hvaða játning af vörum hans er innilegri í eyrum safnaðarins en þessi: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkeit bresta. Það er kvöld- máltíðartexti; hvernig verður náðargáf'um heilagrar kvöld- máltlðar betur Jýst fyrir borðgestunum en með orðunum: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Það er dánarbeðs- og greptrunartexti; hve margur sárþjáður sjúklingur hefir eigi huggað sig við þessi trúarorð: Þó eg ætti að ganga um dauðans skuggadal, skyldi eg samt enga ógæfu hræðast, því þú ert með mjer. Mörg bleik ásjóna deyjandi manns hefir orðið skær, er hin máttvana tunga tók undir bænarorðin: Hirðir kær, halt mjer nær vegum þín og vilja; eg er þinn, þú eit minn, ekkert oss mun skilja. Vjer viljum þá og á þessari stundu innst í hjörtum

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.