Kirkjublaðið - 01.02.1896, Side 12

Kirkjublaðið - 01.02.1896, Side 12
28 Slíkur maður er auðvitað langt frá því að vera líkur postulanum Jóhannesi, en hann hefir þó sina von. Jesús Kristur gefur það jafnvel í skyn, að vor bíði verulegt framhald lífsíns hjerna megin á óendanlega íull- komnara stigi, með stöðugri þróan og framsókn. Hann talar um hina »mörgu bústaði® í húsi föður síus, það er tíðast skilið um samfundastaðina hinum megin fyrir ást- vinina, sem hjer hafa búið saman, en mætti eigi einnig, og það engu síður skilja það um stig eða stöðvar fram- sækjandi, þróandi lífs um aldir alda? í dæmisögunni um hinn rangláta ráðsmann hkir Jesús ókomna tímanum við »eilífar tjaldbúðir«. Það er mótsögn í því heiti, en um leið skýrir það mikið. fleitið felur i sjer bæði hvíld og ferð; einmitt þetta að slá nýjum og nýjum tjöldum f hverjum áfangastað á fullkomnunarbrautinni. Og hvað verður um lífið, sem ekki fær að njóta sin? Sú ráðgáta verður oss eigi svo myrk, er vjer hugsum oss eilífðina óendanlegt starfsvið vaxandi krapta. Vjer sjáum það stöðugt fyrir oss, hvernig þessi maðurinn kem- ur sjer fyrir raeð það, að ávaxta sitt pund og það ríku- lega, en hjá öðrum er það sem falið fje í jörðu, án þess að það sje sjálfskaparvíti. Þeir hafa lagt rækt við sitt pund og haft það á boðstólum og reynt að ávaxta það, en markaðurinn brást. Forsjónin gaf þeim vængi, en lokaði þá síðan inni í búri. Allt í kring um oss eru mannsæfir hnepptar og krepptar: kaupmenn, sem áttu að hafa verið málarar, skrifstofuþjónar, sem áttu að hafa verið skáld, erfiðismenn, sem áttu að hafa verið heim- spekingar. Örfáir vinir kimna að ráða í þeirra dýra pund, en það fær aldrei að sýna sig og fer í kistuna með þeim. Drottinn vor og frelsari Jesús Kristur neitar þessu: Hinu dýra fræi er niðursáð tii uppskerutímans, það frjóvgast og ber fögur blóm í nýjum reit. Þessum mönnum er líflð hjerna megin biðstund og reynsla. Það er varaliðið, sem hinn mikli hershöfðingi lætur skýla sjer í bili bak við ásinn, þangað til að hann stefnir því líka fram á vígvöllinn. Það fær lika að reyna sig. * * *

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.