Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 2
146 Lát í þínum örmum alla unun finna, værð og frið. Svo jeg þreyttu höfði halla, hvílist augu, sofið þið. V. B. Tru. Eptir Gr. Th. Það er mannlegum anda meðskapað, að vilja hafa vissu. Vissan íæst með tvennu móti, fyrir skynjun og skilning annars vegar, hinsvegar fyrir trú. En — mann- iegur andi er svoleiðis gjörður, að honum finnst hann fremur sækja innan að til sjálfs sín, það sem hann skynj- ar og skilur, þykist hann þá fremur vera sjálfbjarga, en þegar hann trúir; trúin virðist honum öllu heldur koma utan að; finnst honum hann þá fremur þiggja, en afla sjer sjálfur, en — verður þá á stundum öllu heldur sjálf- byrgingur, en sjálfbjarga. Þess er eigi ætið gætt, að engin skynjun, enginn skilningur, engin þekking er hugsanleg án trúar. Vjer trúum því, sem vjer sjáum; vjer trúum því, sem vjer skiljum. Það er eigi nóg, að sjá og skilja. Sjest það bezt á því, að það getur komið fyrir, að menn trúi eigi því, sem menn sjá, það getur þótt svo ótrúlegt. Sjón, skiln- ingur og trú eru sitthvað, og trúin er smiðshöggið, sem mannlegur andi leggur á það, sem hann sjer og skiiur, og trúir þar á ofan þvi, sem hann hvorki sjer nje skilur. Meira að segja, allar sannanir, hvort heldur hugsunar- fræðinnar eða stærðfræðinnar, eru byggðar á einhverju ósönnuðu, sem vjer trúum. Vjer getum sannað, að horn þrihyrningsins sjeu jöfn tveim rjettum, en eigi það, að þrihyrningurinn sje sjálfur til. Sjer i lagi á þetta heima hjá heilum fiokki af sönn- unum, hinum svo nefndu líkinda- (Inductions-) sönnunum, þegar sannað er frá hinu einstaka til hins almenna. Sannanir hinnar kristilegu guðfræði fyrir Guðs tilveru eru allar líkinda-sannanir, hvort sem vjer virðum fyrir

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.