Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 7
151 sem alþýðutrúin héflr gjört þá suma hverja. Þaðervon- andi, að þegar saga landsins verður einhverntíma skrifuð rækilega, af óhlutdrægum manni, þá verði þessi hjátrú til fulls kveðin niður. Ekki stoðar heldur að kenna kirkj- unni um Sturlungaöldina og aðrar illdeilur og óhæfur á eldri og yngri timum, því að þótt hún ekki gæti ráðið við það, er enginn efi á því, að hefði kristindómurinn ekki verið til að draga úr öllum þessurn ófagnaði, hefði það riðið landinu eða þjóðinni að fullu fyrir löngu. — Það er og ómetanlegt, sem kristnin heflr fyr og síðar gjört, ekki að eins að því að bæta siðferðið og útbreiða andlega og veraldlega þekkingu, heldur einnig i þvi, að halda mönnum uppi í öllum þeim ógnunum, sem yfir land og þjóð hafa dunið. Og hvað mörgum einstökum mönn- um hún hefir veitt styrk og hugsvölun 1 stríði lífsins og dauðans, það fær enginn upp talið, — það veit enginn nema Guð einn. 0g þessa trú, sem öllu þessu hefir áork- að, vilja menn afnema úr landinu. — Setjum svo, að slíkt tækist, hvað mundi vinnast við það ? Það mundi vinnast við það, að siðferðið spilltist um allan helming eða hver veithvað. Það mundi vinnast við það, að margir, sem nú lifa rólegu og á- nægjusömu lífí, yrðu ófarsælir og örvæntingarfullir. Það mundi vinnast við það, að hinir fátæku misstu sinn eina auð, hinir ístöðulitlu sitt eina traust, hinir syrgjandi sína einu áreiðanlegu von; í stuttu máli: menn misstu allt hið bezta, sem menn eiga í eigu sinni í þessu lífi; og hver kann að segja, hvaða áhrif það kann að geta haft með tilliti til annars lífs. Þetta yrði ávinningurinn af því, ef það tækist að útrýma kristninni. Þetta er auðvitað ekki tilgangurinn, en það yrði afleiðingin. En vjer þurfum ekki að vera hræddir við þetta. Þó að þessir menn, sem álíta kristindóminn standa þjóð- inni fyrir þrifum, taki á allri sinni málsnilld, öllum sín- um gáfum og öllu, sem þeir hafa til, þá tekst þeim þetta ekki, — tekst aldrei að afkristna landið.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.