Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 10
164 paradis, hinni grimrau forlagatrú og sögu sina ataða blóði. Það verður eigí annað sagt en að hún hafi verið eyðilegging og ógæfa fyrir Asiu og Evrópu. Þeir sem játa krístna trú, geta verið að mörgu leyti ófullkomnir í trú sinni, en munurinn milli kristindómsins og sjerhverr- ar annarar trúar, er samt sem mismunur milli hádegis sólskins og miðnættis myrkurs, Frelsi og Ijós kristnu landanna er gagnstætt þrældómi þeim og sorta, er heiðnu þjóðirnar búa við. Skyldan að boða kristni er því eigi einungis eintóm trúarskylda, heldur einnig skylda hins almenna mannkærleika. Hluttekning í annara kjörum og tilfundning fyrir mannlegu bróðerni knýr oss til að prjedika gleðiboðskapinn svo sem hið bezta hlutskipti, er vjer getum veitt mannkyninu til velvegnunar. Saga kristinboðsins er stuttlega þessi: Það byrjaði með 120 fátækum Galíleumönnum, sem Kristur hafði lagt fyrir það verk er fyrir allra manna sjónum má óvinnandi virðast, að snúa öllum heiminum til trúarinnar á Jesúm, er einmitt nýlega hafði verið krossfestur á milli tveggja ræninga. Yerk þetta var auð- vitað sjerhverjum krapti óframkvæmanlegt án þeirrar trúar »sem veit að fyrir Guði er ekkert ómögulegt«. Þessir ókunnu og fyrirlitnu sveitamenn tókust verkið á hendur, og með ómótstæðilegu afii í veikleikanum Ijetu þeir veröldina skjálfa. Þeir unnu þjóðirnar með hinum tveimur höfuðlærdómum, um holdtekninguna og kross- festinguna, þrátt fyrir allar ógnanir, og með hinum tveim- ur öflum, sakleysinu og píslarvættinu, sigruðu þeir hið ágætasta ríki útbúið fullu keisaravaldi. Kristnin sigraði Grikkland með þess heimspeki, skáldskap og listafegurð og hún sigraði Róm með hennar hervaldi, hreysti og sögufrægð. Hún hreinsaði hinn spillta aldaranda í heim- inum og mildaði umbrotasama tímabilið, þegar siðlitlir út- lendingar herjuðu um Suðurlönd. Úlfflas snjeri Gotum til kristni og hin nýja trú ljet grimma herkonunga, svo sem Attila, Genserik og Totilas víkja undan vopnlausum biskupum. Brátt snjerust allar hinar aðkomnu gotnesku þjóðir til kristni, um leið og þær reistu ný ríki á rústum Rómaveldis. En þegar vestur- og suðurhluti Evrópu

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.