Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 3
147 oss hina ontologislcu1 2, fysiko-theologisTcus, kosmo-logisku3, eða þá sem leidd er af samþykki þjöðanna, eru þvi ófull- komnar og þurfa að bætast upp með trú. Hinar fornu sannanir eru keldur eigi tæmandi, þó fagrar sjeu. Skal jeg taka tvær til dæmis, sem máske eigi eru öllum kunnar. Önnur er þessi: »í allri tilver- unni er tröppugangur frá hinu lægra til hins æðra. Svo er og i dýraríkinu, frá hinu iægsta dýri til hins æðsta, sem vjer þekkjum, — mannsins. En — er vjerhyggjum að því, hversu langt maðurinn er frá fullkomnun, jafnvel þótt hann næði öilum þeim líkamlegum og andlegum þroska, sem honum auðsjáanlega er ætlaður, — þá getur oss eigi dulizt, að til hljóta aðvera æðri verur skynsemi gæddar, og ein æðst, sem bera eins mikið af manninum, eins og hann ber af öðrum skepnum. Yjer sjáum enn fremur, hversu sjóndeildarhringur mannsins og dýranna er takmarkaður; skyn og skilningur dýranna nær að eins til hins nœrveranda, mannsins eingöngu til hins um- liðna og Mns nœrveranda; það hljóta því að vera til æðri verur og ein æðst, sem einnig skynja og þekkja hið ókomna. Og fyrir þessu órar oss, er vjer trúum því, að til sje spádómsandi, og leitum vjefrjetta hjá þessum æðri verum — guðunum«. SJcarpari er sú sönnun, sem fer á eptir, þótt eigi sje hún heldur fullkomin: »Allt sem verður, verður annaðhvort til 1., af til- viljun, eða 2., það sprettur, vex upp af fræi, eggi, sæði, eða 3., það er smíðað. — 1. Að hugsa sjer að heimurinn, hin reglubundna veröld, hafi skapazt af tilviljun, er óskiljan- leg hugsunarvilla, því reglan er eldri en tilviljunin, til- viljunin er undantekning frá reglunni og óhugsanleg á undan reglunni. 2. Trjeð, jurtin, dýrið sprettur og vex upp af fræi, eggi, sæði, sem annað trje, önnur jurt, ann- að dýr sömu tegundar hefir lagt og gróðursett, og væri heimurinn því þannig til orðinn, þá hlyti hann að 1) Frá guðbbugmyndinni hjá manninum. 2) Frá hinni vísdómslegu niðurröðun, sbr. Dav.s. 104, 24 etc. 8) Frá hinu skapaða til skapara, sbr. E.ómv. 1, 19 etc. R.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.