Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 9
163 Hann mundi sjá hinn óteljandi fjölda af fylgjendum Buddatrúarinnar, sem, hvað sem hún einhverntíma hefir verið, er nú sokkin niður í sambland af skurðgoðadýrkun og guðleysi, án ódauðleikatrúar og án Guðs. Hann mundi einnig sjá játendur Múhameðstrúarinn- ar, þessarar villutrúar af útdeyjandi Gyðingatrú, sem er lágróma um frelsi einstaklingsins og hefir óheillarík áhrif á þjóðirnar, er undir hennar valdi visna upp í hold- legri niðurlægingu. Ef nú engillinn þekkti ekkert annað af sögu mann- kynsins, en að Guðs sonur, fæddur í líkingu syndugs manns tii að endurleysa alla menn frá synd og smán, hefði veitt menntaþjóðum Norðurálfunnar hina rjettu þekk- ingu sannleikans, þá hlyti hann vissulega að álykta, að æðsta ætlunarverk þessara Guðs gövgustu barna væri einungis að útbreiða meðal annara manna þessi ómetan- legu gæði. Sannarlega er það vor heilög skylda, að útbreiða kristna trú án bvíldar, unz allar kynkvíslir jarðarinnar hafa lært að þekkja sannan Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist. Ástand heiðingjanna hlýtur að vekja sanna meðaumkvun, og að bæta hag þeirra er því hreint góðverk, því þeir eru andlega og líkamlega þjáðir undir trúbrögðmn sínum. Hvað þarf annað, en líta hið ómannlega líferni töf- urgripadýrkendanna villtu, með þeirra mannáti, dýrsæði, viðbjóðslegu siðum og djöfullega skeytingarleysi um kval- ir og blóðsúthellingu, til þess að sjá, að þeim er þörf á nýrri trú. Og þá er eigi heldur glæsileg hin úrkynjaða Brahmatrú á Indlandi, með hennar ströngu stjettaskipt- ingu, sem er lygi á móti bræðralagi allra manna, með hennar lauslætislegu skurðlíkneskjum, sem eru lygi á móti Guði. Svo er Buddatrúin. Það er nú samt orðinn heimsku- legur siður að lofa hugsjónir Buddatrúarinnar, en livað er hún í rauninni annað en heimspeki örvæntingarinnar, er hefir fyrir mark eyðingu einstaklingsins; trú án ódauð- leika og án Guðs, afskiptalaus um allt nema bænahjólin og sína betlandi presta, sem með öllu er óhæf til að vera trú heimsins. Loks er Múhamedstrúin með sinni holdlegu

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.