Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 8
152 Kristniboðið. Eptir sjera Jóhannes L. L. Jóhannsson. Ef engill frá himni ílygi yfir jörðina og liti augum um hana, þá mundi hann sjá þrjár höfuðdeildir manna og fimm trúbragðakerfi. Af hinum þremur höfuðdeildum raannkynsins gæti hann sjeð, að meiri hlutinn eru hjá- guðadýrkendur og á lágu stigi og af hinum fimm trúar- brögðum mundi hann sjá, að fern eru röng og óhæf til að leysa játendur sína úr siðferðilegri niðurlægingu. Lægst meðal mannfiokkanna sæi hann niðja hinna alviltu manna, er lifðu á undan allri sögu, sem notuðu steina fyrir áhöld og að eins þekktu notkun eldsins, þá menn, sem berjast verða við hýenur og birni um jarð- holuhýbýli sín. Það er Eskimóar, Rauðskinnar, hinir nöktu og húsalausu Andamanar, Alfúróar, Karenar og margir fleiri þeirra líkar, sem með sínum óþverralega iifnaðarhætti naumast geta náð þeirri tign að heita menn. Þar næst mundi hann sjá hinar mörgu tugþúsundir af Malajum, Kfnverjum og Kóreingum, þessar kynstæðu og hálfmenntuðu þjóðir á austurkúlu jarðarinnar. Þá er hann svo loks liti til austurs og vestur frá upptökum Oxusfljótsins mundi hann sjá hinar miklu tví- buraþjóðir mannkynsins, Semíta og Aría, er hefir verið trúað fyrir hinum æðstu sannindum opinberunarinnar, þær þjóðir, sem allt ágæti í vfsindum, listum, skáldskap og bókmenntum hefir komið frá og allar íþróttir strfðs og friðar hafa dafnað hjá. Meðal allra þessara manna gæti hann sjeð fimm höfuðtegundir trúbragða. Hjá hinum auvirðilegustu þjóðflokkum gæti hann ekkert fundið nema merki af ýmis konar töfragripadýrk- un, ef sú öfuga hjátrú, er tilbiður stokka og steina, getur kallazt trúarbrögð. Meðal hinna hærri kynslóða gæti hann fundið drottn- un Brahmatrúarinnar, sem eigi er gjörsneidd uppruna- legum frumatriðum sannleikans, en svo sem önnur röng trúbrögð heflr úrkynjast og fallið niður í ljótan saur.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.