Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 14
158 er þjer nu hafið lært og fengið útlistun á, er engínn aðaltílgang- ur, heldur raeðal, munið yel eptir því. Þjer sjáið verkamanninn (svo jeg taki hjer veraldlega líkingu yður til skilningsauka) þjer sjáið, sagði jeg, verkamanninn læra sitt verk, sinn lífsstarfa, til þess þar á eptir að geta framkvæmt hann eptir þeim reglum, sem hann hefir lært, en ekki til þess, að þylja sífeldlega sjálfar regl- urnar, en hræra livorki hönd nje fót til framkvæmdar þess verks, er þær kenna, því hversu mjög mundi honum það að haldi koma? Jeg veit það næsta vel, börnin mín góð, að margir hafa þá skoð- un, að ekki útheimtist annað til sáluhjálpar mannsins, en að hann kalli án afláts: herra, herra!, að hann þylji langar bænir og lesi guðsorð fyrir eintóman sið og vana, án þess að hugsa frekar eptir því. Þesskonar ytri háttsemi á, eptir sumra manna skoðun, að vera órækt merki hins sanna kristindóms. Að vísu segja menn, að möntium sje það ekki gefið að þekkja hugarfar annara, og er það að vísu satt; en eitt er þó áreiðanlegt, og það er, að trúin, sje hún annars nokkur, hlýtur ætíð að bera ávexti; annað er líka víst, og það er, að skíni guðræknin aldrei í orði eður verki fram í hinu daglega lífi, miði maðurinn ekki háttalag sitt á mælikvarða Guðs lögmáls, nje vitni í reglur Guðs orðs, þegar hann vegur orð sín og gjörðir annaöhvort með sjálfum sjer eður og í viðtali við aðra, þá er það víst, að guöræknin er ekki mikil í hjartanu. »Allt líf kristins manns á að vera sífelld guðsþjónusta« segir sá barna- lærdómur, sem þjer, börn mín góð, hafiö nú lært; en mætti nú færa þess dæmi, að sumum finnst það ósvinna, að jeg ekki segi óhæfa, að minnast á Guð og vilja hans, þegar ræða er um ýms störf og íyrirtæki hins daglega lífs, vill það þá ekki koma svo fyrir sjónir, sem trúin, ef hún annars er nokkur, sje að eins tylli- dagasparibúningur, sem ekki þyki ómaks vert að grípa til eöur minnast á á rúmhelgu dögunum. Menn segja þó, að það sje tung- unni tamast sem hjartanu er kærast; en sje tunga mannsins of- góð til þeas að minnast á Guð í hinum margbreytilegu tilfellum lífsins, þá er allhætt við að kærleikurinn til hans sje liarla lítill. Frelsari vor vildi enga dagdóma kenna lærisveinum sínum og held- ur okki neina hræsni; en hann vísar oss þó skýlaust til ávaxta liins daglega lífs (Matth. 7. 16.); hans kenning er það, að munnur- inn tali af gnægð hjartans (Lúk. 6. 45.). Hann ætlast til þess, að Guð sjálfur sje vort æðsta mark og mið; hans vilji er, að vjer stefnum öllum vórum hugsunum orðum og gjörðum að honum og hans vilja. Hann líkir guösríki við súrdeig, sem gegnum sýrirallt það deig, sem því er blandað saman við (Matth. 13. 33.). Þannig á andi kristinnar trúar að þrengja sjer í gegnum gjörvallt heims-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.