Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 13
15? og 200 kvennmenn (fyrir utan konur giptra trúboða) í ýmsar áttir til að boða trúna, svo að fjelagið hefir nú um 300 kristniboðsstöðvar með hátt á 4. hundrað ensk- um trúboðum og yfir 4 þúsundir presta og kennenda af innfæddum mönnum heiðnu landanna. Innfæddir krist- ingjar þess eru um 300 þúsundir og skólarnir hátt á 2. þúsund. Tekjur fjelagsins voru árið 1800 nálægt 900 pund, en eru nú 252,000 pund. En auk þessa fjelags eru mörg fleiri stór kristniboðsfjelög á Bretlandseyjum, því nálega sjerhver kirkjudeild þeirra manna er eigi fylgja þjóðkirkjunni, á sitt kristniboðsfjelag. í öllum öðrum prótestönzkum löndum eru líka kristni- boðsfjelög, svo sem í Ameríku, á Norðurlöndum og eink- um á Þýzkalandi, þar eru þau nálægt 20 í allt og eiga um 400 fastar stöðvar með 250 þúsundum kristnaðra manna. Við kristniboð Þjóðverja eru yflr 600 karlmenn og 40 kvennmenn, en innfæddir prestar meira en 100 og aðrir innlendir meðhjálpendur af báðum kynjum um 3,600. Skólarnir eru yfir 1000, með 1,600 kennurum og 35 þúsund nemendum. Tekjur allra fjelaganna eru 4 miljónir ríkismarka. (Framh.). Miðkaflinn úr fermingarræðu. Eptir sjera Jens Vigfússon Hjaltalín. Þekking yðar, kæru börn, er að sönnu veik og ófullkomin, en þó nægileg, já svo nægileg, aS ef þjer lifið samkvæmt henni hjer í heimi, ef þjer takið til eptirbreytni sjerhverja grein þess þekk- ingarstigs, sem þjer nú eruð á, þá er það svo, sannarlega sem Drottinn lifir, víst og áreiðanlegt, að Guð verður ætíð og vill vera yður náðugur og elskuríkur faðir, frelsari og huggari í lífi og dauða. Það verður fæstum af oss mönnunum til afsökunar á dóms- degi, sem frelsari vor hafði sínum kvölurum til afbötunar, þegar þeir negldu hann á krossinn (Lúk. 23. 34.). Vjer vitum allir veginn annaðlivort af Guðs orði eður af órækum vitnisburði sam- vizkunnar, og förum öldungis ekki út af honum þekkingarskorts vegna, hvort sem vjer erum eldri eða yngri. Það er þó sjer í lagi eitt atriði, sem jeg vil benda yður á, því það ríður mjög á því, að skoðun yður í þvl efni sje rjett, þótt hún, ef til vill, ekki komi heim við skoðun allra nafnkristinna nú á dögum. Lærdómur sá,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.