Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 5
149 farnir að trúa, ogá hjervið hið fagra orðPascals: »Und- ir eins og menn eru farnir að leita Drottins, eru þeir þegar búnir að finna hann«. „Að afkristna landið“. Eptir sjera Valdimar Briem. Það er ekkert smáræði, sem sumir af löndum vor- um sýnast vera að færast í fang nú á dögum. Það er hvorki meira nje minna en það, að afkristna landið eða þjóðina. Sú var tíðin, að það þótti mikils um vert þeg- ar landið var kristnað fyr meir, enda voru það hinir vitr- ustu og beztu menn þjóðarinnar, sem að þvi unnu. En nú er svo komið, að sumir af menntamönnum vorum vilja aptur afnema kristnina og gjöra landið heiðið að nýju. Reyndar boða þeir ekki trú á Þór og Óðinn o. s. frv., heldur trúna á mátt sinn og megin, eða trú á ekki neitt, sem kemur nokkurn veginn í sama stað niður, þvi mátturinn og meginið er ekki öllu meira en ekki neitt, þegar á reynir verulega. Þetta má nú raunar þykja næsta ótrúlegt, að á þessum framfaratímum skuli framfaramennirnir sjálfir, sem vilja vera, reyna að hrinda þjóðinni svo stórum aptur á bak; þvf að það er varla hægt að hugsa sjer meiri og stórkostlegri apturför en það, ef það tækist að afkristna landið og koma hjer apt- ur á heiðni. Ef hjer væri að eins um það að ræða, að endurbæta kirkjuna, þá væri ekkert að segja, nema að taka því með þökkum, ef nokkur mynd væri á þvi, því hún þarf alltaf sífelldra umbóta með. En hjer verð- ur ekki betur sjeð, en að það sje verið að grafa grund- völlinn undan kirkjunni, til þess að fella hana algjör- lega, enda fara sumir ekki í neina launkofa með það. Þetta virðist lítt skiljanlegt, þegar um góða og gáfaða menn er að ræða, sem enginn skyldi að óreyndu bera brigður á. Það væri rangt, að beita gegn þessum mönn- um þeim sömu vopnum, sem þeir stundum bera á með- haldsmenn kirkjunnar, eða bregða þeim um heimsku eða fals. Slíkt nær engri átt. En jeg er hræddur um, að

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.