Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 2
194 þá kunnum vjer eigi aðra greiningu á góðu og illu en þá, að það sem faðir vor vildi og það sem móðir vor bauð, það var gott, en að óhlýðnast það var illt. Siða- lögmálið, það eina sem vjer þekktum, var þar lifandi fyr- ir framan oss, þar sem foreldrar vorir voru, þeir skildu oss og vjer skildum þá; þegar þau gáfu oss upp brot vor, þá var barnshjartanu rótt. Vjer minnumst þess að vjer stóðum við föðurknje niðurlút með blyggðun og kvíða, og hann strauk hendinni um kollinn á oss alvar- legur og ástúðlegur og sagði: Mjer þótti mikið fyrír við þig, barnið mitt, en jeg er nú búinn að fyrirgefa þjer það. Vjer minnumst þess og að vjer komum brotleg til móður vorrar og lögðum höfuðið í keltu hennar með ekka og gráti, og hún tók oss í faðm og huggaði oss með orð- unum: Jeg skal fyrirgefa þjer það, og þú ert aptur góða barnið mitt. Vjer minnumst þess hvað oss ljetti við að heyra slíka orð af vörum föður og móður. Vjer höfðum fundið oss seka og þorðum eigi að líta í augu foreldra vorra, en við þessi orð hvarf allt bit samvizkunnar, oss varð svo rótt í huganum. Vjer treystum þeim til alls, af því að vjer elskuðum þau og vissum að þau elskuðu oss, og bernskusakleysið var aptur fengið. En hvernig getum vjer aptur öðlazt sælu og frið bernskunnar þegar bernskuárin eru löngu liðin? Hvern- ig getum vjer nú losast við þunga sektarinnar, þegar vjer höfum ekki lengur föður og móður til að fyrirgefa oss brot vor, og til að segja oss hvað er gott og hvað er- illt, þegar vjer nú stöndum undir svo miklu margbrotn- ara siðalögmáli en á heimilinu. Já, ef vjer þekktum eigi annað gott en boðin um sannsögli og rjettlæti, hreinlífi og mannást, ef hið siðlega vald, sem ræður fyrir heim- inum væri eigi annað en samsafn þessara boðorða, þá gætum vjer aldrei gjört oss von um að leysast undan sektinni og ná sælu hjartafriðarins. En nú er það eigi ómögulegt að vjer leysumst undan fargi sektarinnar, og það er því einu að þakka, að hið góða vald, sem bann- ar og býður, er lifandi persóna, almáttug vera, sem þekk- ir þrá og kvíða hjartna vorra, og vill laða oss að sjer með náð og kærleika; oss er eigi ómögulegt að leysast,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.