Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 4
196 stæðir. Menn sem að eðlisfari eru sjálfstæðir vilja hafa eitthvað fastara fyrir sig að bera í trú sinni en þetta, og þess gjörist líka þörf. Þessir sem hafa slikt trúar- styrkjandi áhrifavald á oss, eru þó aldrei nema menn, sem sjálfir fara vilt og syndga, og það getur eigi leynzt sjónum vorum. Það er ein allra reynsla með það: Af öllum þeim mönnum, sem borið hafa lán og mæðu lífsins kjara frá upphafi timanna, er ekki nema einn sem get- ur gefið trú vorri fastan fót að standa á, og þessi eini er Jesús frá Nazaret. í hinni siðferðislegu miðvitund hans er allt heilt, ekkert bætt; hjá honum einum hefir ekkert illt fengið að smeygja sjer inn við hlið hins góða; á sálu hans ber engan skugga syndar og sektar. Orð og hugsun eru hjá honum samstilltur sannleiki, vilji og verk rennur saman í kærleika, sem ekki leitaði eigin hagnaðar. Samfara hinu strangasta rjettlæti er hin innilegasta miskunnsemi; skínandi bjartur hreinleiki hrindir burtu öllu óhreinu, en um leið getur hjarta hans rúmað alla fegurð heimsins og allt hið góða sem gleður mannssálina; hann er trúr í allri sinni iðju og þolinmóður í öllum þrautum; ástúðlegt blíðlyndi laðar að honum alla hreinhjartaða, en heilög reiði rekur á fiótta alla hræsni og lygi. Vor eigin sam- vizka vitnar það fyrir oss, að enginn getur verið góður, nema hann líkist honum, sje eins og hann. Hann, hinn heilagi, vogar hiklaust að kveða upp sinn dóm, sem al- gildan æðsta dóm, beint ofan í allar kenningar mann- anna; hann er eigi bundiun við hinar fornhelgu trúar- setningar þjóðar sinnar, allt vanagildi samtíðarinnar hverfur sem hjóm fyrir hinum óskeikulu orðum hans. Hann er yfirlætislaus, en hann hefir þetta óumræðilega vald og fer með það sem sonur Guðs, hann segir það berlega sjálfur, faðir hans á himnum er hinn eini sem þekkir hann og hann er hinn eini sem þekkir föðurinn. Hinn ósýnilegi Guð á himnum er miklu nær honum og sannverulegri, en allt annað, sem hann heyrir og sjer og þreifar á i kringum sig. Hann umgengst sinn himneska föður jafninnilega og blátt áfram eins og elskaður sonur lifir saman við föður sinn. Almættiskraptur hans stend-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.