Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 8
200 útgefanda. Drátturinn stafaði að eins af skuldasúpunni, sem deildin er nú að losa sig úr. Eptir 1 eða í hæsta lagi 2 ár hefði fjelagsdeildin byrjað á útgáfunni, fyrst allra bóka, samkvæmt ályktunum sínum, en samt rjeð stjórn deildarinnar af að sleppa útgáfurjetti sínum að þessari kostabók, bæði vegna þess að fjárhagurinn kynni ekki að leyfa það, að síðara bindið kæmi svo fljótt á ept- ir hinu fyrra, sem æskilegt væri, og eigi síður vegna hins, að hún treysti hinum nýja útgefanda, bóksala Sig- urði Kristjánssyni, svo vel til að gjöra bókina sæmilega úr garði og afla henni útbreiðslu, og þetta traust höfund- arins og stjórnar Bókmenntafjelagsins hefir rætzt, þvi að útgáfan er framúrskarandi vönduð og íögur, kostnaðar- manninum til hins mesta sóma. f Sæmundur prófastur Jónsson. Hinn 8. þ. m. andaðist Sæmundur prófastur Jónsson Hraungerði úr taugaveiki, 64 ára gamall, fæddur 19. maí 1832. Sjera Sæmundur heitinn varð stúdent árið 1855, voru þeir 6 saman, og hefir stúdentasveit þess árs engan misst úr sínum hóp fyr en nú og mun það eins- dæmi um svo langan tíma. Eptir að sjera Sæmundur hafði lokið prófi á prestaskólanum með 1. einkunn 1857, vígðist hann næsta haust til aðstoðar föður sínum, sjera Jóni prófasti Halldórssyni á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, sem andaðist rúmum 2 vikum eptir vígslu sonar síns. Árið 1860 fjekk hann Hraungerði og 1874 varð hann pró- fastur í Árnessprófastsdæmi. Hann var kvæntur Stefaníu Siggeirsdóttur. Hann lætur eptir 3 uppkomna synú, sjera Ólaf aðstoðarprest í Hraungerði, Geir háskólakandídat í guðfræði og Pál stúdent í Kaupmannahöfn. I hinum einkar lofiega vitnisburði sjera Sæmundar heitins frá prestaskólanum, láta kennarar hans þess sjer- staklega getið um hann, að þeir beri það traust tll hans, að hann verði hinni íslenzku prestastjett til sóma. Og sannara og betur verður eigi um hann sagt eptir allt að 40 ára þjónustu. Það var frábær sæmdarmaður að sjá og reyna sjera Sæmundur. Það nær til fæstra presta

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.