Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 6
198 og munu sæta allar guðsorðabækur vorar að undantekn- um Passíusálmunum einum; annars er það eigi nema lít- ið úrval af hinu bezta frá hverjum einstökum, er varð- veitist sem lifandi, lesið og sungið orð, öld eptir öld og tugi alda, og þannig mun eflaust margt úr vorri góðu sálmabók varðveitast, þótt bókin sem heild »deyi«. En hjer liggur alls eigi fyrir neinn samanburður Biflíuljóðanna við sálmabókina nje Passíusálmana, heldur vildi jeg að eins taka það fram, að jeg get vart hugsað mjer að slíkt rit sem Biflíuljóð sjera Valdimars komi nokkurn tíma aptur fram í vorum íslenzku kristilegu bókmenntum, hversu lengi sem náð Drottins »lætur vort láð lýði og byggðum halda«. í þessu felst hin alveg sjerstaka þýðing ljóðasafnsins fyrir bókmenntír vorar, og meðferð efnisins út af »bók bókanna«, sem ekki fyrnist, lætur ljóðin aldrei deyja hjá vorum kristna lýð. Næst liggur fyrir að bera Biflíuljóðin saman við hin andlegu biflíukvæði dr. Karls Geroks preláta í Stuttgart, sem er látinn fyrir nokkrum árum. Kvæðasöfn hans, sem um er getið í janúarblaðinu þ. á., eru þjóðargersemi á þýzkri tungu, og hafa með snilld sinniflutt kristindóm- inn inn í huga og hjarta margra, sem annars sinntu lít- ið andlegum lestri, og sem eigi má síður vænta af Biflíu- ljóðum sjera Valdimars. Gerok er oss kunnastur af þýð- ingum sjera Matthíasar, en sjera Valdimar heflr eigi síð- ur verið honum handgenginn og eru menjar þess í vest- uríslenzku kirkjublöðunum, sem hafa flutt nokkrar þýð- ingar á Geroks kvæðum eptir sjera Valdimar. Mjer er það ekki kunnugt, en jeg gæti vel hugsað mjer það, að Grerok hefði vakið sjera Valdimar til að kveða Biflíuljóð sín, auðvitað þarf það eigi að vera. Að vjer smælingj- arnir íslenzku eigum skáldrit, sem vjer óhræddir getum tekið til jafns við svipað ágætisrit hjá Þjóðverjum, segir eigi svo litið. Þó skilur það í milli ljóðanna þýzku og íslenzku, að Gerok velur öllu tremur einstök ritningar- orð til að yrkja út af, en hið sögulega i bifliunni. Þetta, að sjera Valdimar rekur biflíuna í Ijóðum sínum, sögu- lega, er löstur og kostur, eptir því sem á það er litið. Yrkisefnið verður eigi eins valið við það, en um leið

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.