Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 15
207 Kirkjulegir áhugamenn, sem á seinni árum hata gef- ið sig að hinu mikla þjóðarmeini Þýzkalands sjá það og kveða upp úr með það að hjálpsemi og líkn einstaklinga og fjelaga nær svo skammt, að bjer þarf .með gætni og gjörhygli, í kristnum mannúðaranda, hægt og hægt að breyta löggjöfinni til betri jafnaðar og fjelagsbótar, og samvizka þeirra bíður þeim að tala máli hinna undirok- uðu. En þá eru þeir um leið komnir inn í pólitíkina. Hingað til hafa þessir menn fengið litlar þakkir hjá for- ingjum sósíalista og nú hata þeir fengið sinn dóm hjá kirkjustjórninni. Það er eigi svo að skilja að keisarinn eða kirkjustjórnin prússneska framar en nokkur önnur veraldleg kirkjustjórn amist við pólitík prestanna sjer til fylgis, síður en svo. Það eru til kirkjulegir »ídealistar« sem strika yfir allar borgaraskyldur prestsins og fjelags- heill safnaðarins, skilja eigi að presturinn þarf allajafnan að vera góður »fjelagsmaður« til þess að koma að notum sem sálusorgari, en slíkt- vakir svo sem ekki fyrir hin- um háu kirkjustjórnum ríkjanna, heldur hitt að prest- urinn er ríkisins þjónn, og verður að reka þess erindi sem þar drottnar. Hvort sem það er Mammon eða Kristur. Utanþjöðkirkjumenn. Loks hefir kandídat Þorvarður Brynjólfsson fengið konunglega staðfestingu 17. sept. til að vera prestur utanþjóðkirkjusafnaðarins í Vallaness- og Þingmúlasóknum. Eptir ráðgjafabrjefinu 8. nóv. f. á. má biskup eigi vígja hann, sam- kvæmt áliti »kirkjustjórnar ríkisins«. •—• Vígir sjera Lárus Hall- dórsson hann þá, eða þarf hapn —- eins og sumir geta sjer til — að bregða sjer vestur til Winnipeg til að fá vígslu? Ferðasaga, frá hinum helgu stöðvum Gyðingalands, eptir frariska skáldsöguhöfundinn Pierre Loti, hefir vakið töluverða ept- irtekt í hinum kristna heimi. Loti er viöurkenndur ritsnillingur, ein af sögum hans er kennd við ísland, um frönsku fiskimennina hjer við land. Höfundinum bregðast vonirnar um það að finna aptur bernskutrú sína við hinar helgu stöðvar, hann sjer þar eigi annaö en ófagrar myndir af trúarstælum kirkjuflokkanna. Niður- staðan hjá honum er sú, að eigi þarf að fara til Jerúsalem til að finna Krist »hinn eina sem á vorri vesælu og litlu jörð dirfðist að mæla orð kærleikans og lífsins, og það með svo leyndardómsfullri

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.