Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 9
201 vorra, og get jeg þess stjettiuni hvorki til lofs nje lasts, að ókunnugir menn, t. d. útlendir, ráði í stöðu þeirra við fyrstu sjón, en enginn gat á því villzt, er í fyrsÍj sinn sá sjera Sæmund, að þar var prestur, og hinn prestlegi virðuleiki fór honum svo vel, af því að þar var engin minnsta uppgjörð. Hann elskaði prestsstöðuna af alhuga og stundaði með mestu alúð embætti sitt. Eitt hafði hann til ágæta um fram flestalla presta og það var söngrödd- in. Vandvirkni hans var viðbrugðið og sagði Pjetur biskup stundum brosandi, að allt þyrfti að vanda svo vel að Ilraungerði, hann sjera Sæmundur væri svo »form- fastur«. Hann var prófastur í 22 ár og þjónaði því em- bætti til dauðadags, miklu lengur en nú er að verða títt, er margir þykjast hafa »goldið Torfalögin«, endi þeir út hreppsnefndartíma eða vel það. Heimili sjera Sæmund- ar var eitt hið prúðasta og ánægjulegasta heimsóknar á voru landi, búsbóndinn margfróður og gamansamur og öðlingur mesti í allri kynningu. Sjera Sæmundur heitinn var óframgjarn maður, en töluvert var hann þó riðinn við hjeraðsstjórn vegna hins mikla trausts sem allir báru til hans. Frá Þýzkalandi. Reformatórarnir voru alls eigi þess hugar frá upp- hafi að brjótast undan hinni kirkjulegu yfirstjórn páfa og biskupa. Fyrir Lúter og hans samverkamönnum var það aðalatriðið að fagnaðarerindið væri prjedikið frjálst og hreint, og að sakramentin væru um hönd höfð samkvæmt guðlegri stofnun sínni. Þeir vildu fúslega beygja sig á- fram undir vald páfans, svo framarlega sem hann vildi leyfa þetta hvorttveggja í þýzkum löndum; að eins hjeldu siðabótarmennirnir því fram, að þetta vald páfans væri ekki tilsett af Kristi, væri því ekki hið eina sjálf- sagða kirkjustjórnarfyrirkomulag, heldur ákomið sögu- lega, sem hver önnur mannleg skipun fjelagsins. Siðbótarmennirnir gjörðu sjer í lengstu lög von um að altjend biskuparnir innlendu mundu láta sjer skiljasi- hinar rjettmætu kröfur sínar um hreina boðuu orðsins og

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.