Kirkjublaðið - 01.11.1896, Síða 3
195
af því að hið siðlega vald er hjá heilögum lifandi Guði,
sem með miskunnandi föðurkærleik friðar hina órólegu
samvizku og huggar hina hrelldu sál eins og móðir hugg-
ar barn sitt. Hver sá, er getur trúað á hann, leysist
frá fargi sektarinnar, hann er rjettlættur af trúnni.
En á hverju getur þessi trú byggt, hvað getur hún
borið fyrir sig?
Vjer störum á stjörnuljómann; óteljandi heimar rekja
þar sínar þöglu, föstu brautir um endalaus ár, og ótta-
blandin lotning hrífur oss fyrir þeim almættiskrapti, sem
öllu þessu stýrir, en í hinu ómælanlega djúpi finnum vjer
ekkert líknarhjarta, sem þekkir neyð vora. Vjer horf-
um á hinn kvika straum náttúrunnar, þennan leik lífs
og dauða, fæðingar og eyðingar i óendanlegri margbreytni,
og fagnandi dáumst vjer að sköpunarkraptinum, sem eys
af ótæmandi lífsbrunnum, en árangurslaust leitum vjer
þar að kærleika, sem lætur sjer annt um oss. Vjerrekj.
um viðburði veraldarsögunnar, voldug ríki fara í mola
og lítilsvirtar smáþjóðir hefjast til hárra valda, og með
ótta og fögnuði miklum vjer Guð, sem steypir voldugum
af stóli, en hefur lítilmagnann til vegs, en vjer fáum eng-
an vitnisburð um það, að til sje rjettlæti, sem jafnan læt-
ur hið góða málefni fá sigur, og að til sje miskunnsemi,
sem í hafróti þjóðanna hirðir um einstaklinginn. Allt
þetta leiðir að eins fram óljósa skuggamynd af hinum
almáttuga lifandi Guði, mynd sem eigi vekur síður ótta
en fögnuð í mannssálunni.
Þetta hugboð verður fyrst að styrkri trú á heilag-
an og almáttugan Guð, þegar sál vor verður fyrir áhrif-
um frá lifandi persónum; sem vjer sjáum, að eru helgað-
ar af slíkri trú. Vjer höfum um eitt skeið allir staðið á
því þroskastigi, að trú vor á miskunnsemi og kærleika
hins heilaga Guðs byggðist aðallega á trú slíkra manna.
I lífi þeirra sáum vjer með djúpri lotningu endurskin af
heilagleika Guðs, og þegar þeir bróðurlega tóku oss í
sitt samfjelag, þrátt fyrir ávirðingar vorar og breyskleika,
þá ljetti af oss byrði sektarinnar. Ef til vill eru það
margir og enda jafnvel meiri hlutinn, sem alla sína æfi
byggir eigi trú sína á öðru, eru slíkir menn þá ósjálf-