Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 10
202 rjetta meðferð sakramentanna, og þá þuríti enginn sundrung að verða. Þessi von brást algjörlega, en það kemur eiginlega fyrst greinilega fram í Smalkaldar-grein- um Lúters 1537, að honum og öðrum þýzkum siðbótar- mönnum var orðið það fullljóst, að nú var með öllu sundurslitið lögum og friði. Siðbótarmennirnir á Svisslandi hófust þegar í fyrst- unni meir gegn sjálfri kirkjustjórninni og ýmsum ósiðum er hún ól, og því er skiljanlegt að þeir í upphafi væru viðbúnir að koma á kirkjulegri sjálfstjórn, enda var þjóð- in alin upp við hana. Hitt er svo skiljanlegt eptir upp- tökum siðbótarinnar á Þýzkalandi, að engin fyrirhyggja var þar um nýja kirkjustjórn í stað hinnar gömlu. Það var út úr neyð að hinni gömlu var sleppt og eptirallri hugs- un siðbótarmanna átti eigi til þess að koma. Það var alls eigi að fyrirhuguðu ráði Lúters að landsdrottnarnir fengu í hendur kirkjustjórnarvaldið, en hann varð að sætta sig við það eptir kringumstæðunum. Landsdrottnarnir, sem aðhylltust siðbótina, vernduðu hinn hreina boðskap fagn- aðarerindisins, og hina rjettu meðferð sakramentanna, eða með öðrum orðum tóku það að sjer, sem er aðal- hlutverk hverrar kirkjustjórnar. Þeir höfðu og að nokkru leyti fengið lagaheimild til þess frá hinu þýzka ríki, er ríkisdagurinn í Speier 1526 gjörði þá bráðabirgðaráðstöf- un, að um sinn skyldi það hverjum landsdrottni í sjálfs vald sett, hvort hann leyfði hinn nýja sið í landi sínu. Þegar þetta svo komst á, fóru guðfræðingarnir að 'rjett- læta það með þeirri kenningu, að það væri skylda hvers kristins manns að varðveita og vernda hinn hreina lær- dóm, og sú skvlda næði til landsdrottins sem annara, en af því hann væri máttarmestur, »helzti limur kirkjunn- ar«, væri sjerstaklega til hans að leita með vernd og að- stoð, sem auðvitað f framkvæmdinni varð að valdi og yfirráðum. Hjer er — á pappírnum — skírt tekið fram, að landsdrottinn fær eigi hið kirkjulega vald, sem eina grein af hinu veraldlega valdi, heldur fær hann það sem sá safnaðarlimur, er mestan hefir máttinn. Agsborgar- játningin bannar það að blanda saman hinu andlega og veraldlega valdi (28. gr.) og Lúter skrifar til Melanktons

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.