Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 5
197
ur honum jafnan til boða, er bann óskar þess, það er
eigi nema eitt, sem bindur orð hans og gjörðir, og það er
vilji föðursins; hryggur allt til dauða biður hann á hinni
dimmu kvalanóttu föðurinn að taka frá sjer kaleikinn,
»en verði samt þinn, en ekki minn vilji«. Guðs hugsan-
ir eru hans hugsanir, Guðs vilji er hans vilji, andi
hans er Guðs andi. Þetta er hin lifandi mynd af lífi
hans. Ef vjer getum öðlazt friðinn við hann, þá höfum
vjer friðinn við föður hans; ef hann tekur oss í sitt sam-
fjelag, þá útilokar syndasekt vor oss eigiúr samfjelaginu
við Guð.
Vjer keimum oss brotlega og seka við hinn almátt-
uga og heilaga Guð, löggjafa og dómara hins siðferðilega
heims, og kunnum að taka það ráð að forðast hann, eða
bjóða honum byrginn; en fái geisli frá kærleikssól Jesú
Krists að skína inn í sundurkramið hjarta vort, þá eyð-
ist óttinn og mótþróinn, vjer fáum friðinn við Guð íyrir
Drottin vorn Jesúm Krist. Leystir frá þunga sektarinn-
ar, rjettlættir fyrir trúna höfum vjer öðlazt barnarjettinn
hjá Guði himins og jarðar, heyrum til hans ríki, ríki
dýrðarinnar, sem allur heimurinn lýtur.
Biflíuljóöin.
Hið fyrra bindi af Biflíuljóðum sjera Valdimars
Briems, sem nær yfir allt gamla testamentið í 120 ljóð-
um, er nú komið út og mun þegar vera sent til bók-
sölumanna um allt land.
Það hefir verið tekið fram, og það með rjettu, að
þetta ljóðasafn sje annað merkasta ritið í. vorum kristi-
legu bókmenntum á þessari öld, hitt auðvitað sálmabók-
in nýja. Það gefur að skilja að ný og stórum umbætt
sálmabók er þýðingarmeiri fyrir hið innra og ytra kirkju-
líf hverrar þjóðar, en andlegt. ljóðasafn, liversu ágætt
sem það er, en aptur má gjöra þann mun þessara rita,
að fyr mun sálmabókin vor góða »deyja« en Biflíuljóðin;
það er að segja — á máli bóksalanna — að ný bók
kemur i stað hinnar göralu, sem almeunings bók, er bet-
ur fullnægir breyttum tímum. Þeim örlögum hafa sætt