Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 16
208 vissu. — Ef þaS orð er frá oss tekið, þá er ekkert eptir. Án hans kross og hans fyrirheita sem lýsa heiminum, ráfum vjer allir í myrkrum næturinnar, sem skríðandi maðkar á leiðinni niður í gröfina«. Þetta er eitt dæmi af mörgum þess, hvernig helztu andans menn aldarinnar lúta hinni guðdómlegu persónu frelsarans. Hinn almenni kirkjusjóður. Eptir skýrslu stiptsyfirvald- anna, nýprentaðri í Stjórnartíðindunum, var inneign 62 kirkna við árslok 1895 34844 kr. 71 e. Innlög í sjóðinn námu tæpum 6000 kr. árið 1895, en útborganir fullum 6000 kr. Vextir, sem hlut- fallslega koma til skipta milli kirknanna, námu 1114 kr. 42 a. Fullur þriðjungur allrar inneigninnar heyrir til 8 kirkjum í Múla- sýslum, er þar Hólmakirkja efst á blaöi með 4260 kr. Annar stærsti inneigandi er Húsavíkurkirkja í Þingeyjarsýslu með 3470 kr. Kirkjur Dalaprófastsdæmis áttu ekkert inni í árslokin, enda eru þar tiltölulega margar bændakirkjur. Það munu vera um 280 kirkjur á landinu, og er því eigi nema lítið brot af kirkjunum komið inn í almenna sjóðinn. Lögin um innheimtu og meðferð á kirknafje frá 22. maí 1890 eru eflaust ein af heppilegri nýjungum í kirkjulöggjöf vorri síðari árin. * * Kirkjur. Landshöfðingi hefir 5. f. m. samþykkt að Ása og Búlandskirkjur í Skaptártungu í Vestur-Skaptafellsprófastsdæmi leggist niður, en ný kirkja verði byggð að Gröf í stað hinna tveggja, og 18. þ. m. að Eyvindarmúla og Teigskirkjur í Rangár- vallaprófastsdæmi leggist niöur og ein kirkja komi í þeirra stað að Hlíðarenda í Fljótshlíö. Drátturinn á október og nóvemberblöðunum stafar af því, að Isafoldarprentsmiðja fargaði 1 haust hinni stærri »pressu«, og kom önnur í hennar stað fyrst í lok nóvemberm., en Kbl. varð eigi prentað i hinni minni. Hafa því okt. og nóv. blööin legið alsett í prentsmiöjunni í margar vikur. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. ísl. í V.-h 12 arkir, 11. árg. Ritstj. sr. Jón Bjarnason i Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsv. um land.' Kirkjublaðið — borg. f. 15. júli — skrifleg uppsögn sje kom- in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smárita. 1 kr. 50 a. í Vesturheimi 60 cts. Eldri árg. fást hjá útgef. og útsölum. KITSTJÓRI: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. Prentað i ísafoldarprentsmiðju Reykjavik 1896.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.