Kirkjublaðið - 24.12.1896, Page 5

Kirkjublaðið - 24.12.1896, Page 5
225 Hringjum, hringjnm ! himinsöngvar tífalt tali við tár og dreyra! Dynur nú dýrð Guðs, dagur er á Hermon; benda frá Betlehem barna-íingur ! Fyrir þeim fingrum fjöllin bráðna, en sólu kyssa Sarons rósir, friðast fólklönd, en fellur Dauði. — Iíringjum, hringjum til lielgra jóla ! — Mattli Jochumsson. Aðfangadagskveldið. Klukkan var orðin 5 á aðfangadagskveldið; snjó- gangur var úti ogdimmviðri, og orðið dimmt fyrir nokkru, því tunglslaust var. Hann Þórður var ekki kominn frá kindunum og Sigga litla var heldur ekki komin, enda var ekki von á henni fyr en með Þórði. Hún hafði verið látin fara með honum, þegar hann fór til kindanna um morguninn. Atti hún að fara með mat upp að Heiði til hjónanna, handa þeim og börnunum um jólin og eitthvað af fatnaði á yngsta barnið. Margrjet var að þvo börnunum og lá nú heldur vel á þeim, því þau áttu að fá að fara í sparifötin sín. Mar- grjet var venju fremur hljóð og döpur í bragði, því að veðrið fór versnandi og komið niðamyrkur. »Jeg er hugsandi út af því, að hún Sigga mín er ekki komin. Jeg vona að hann Þórður liafi þó f'arið frá fjár- húsunum upp að Heiði til að vera með henni heim, eins og gjört var ráð fyrir. En að hann skuli heldur ekki vera kominn síðan í morgun. Jeg vona að það hafi ekki komið neitt fyrir þau eða orðið að þeim.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.