Kirkjublaðið - 24.12.1896, Qupperneq 12

Kirkjublaðið - 24.12.1896, Qupperneq 12
232 við kl. 6, varst nú á bezta batavegi. Það var fagnaðar- rík stund, að fá nú að liafa þig hjá sjer frelsaða og glaða. Þá lofaði jeg Guð með glöðu og auðmjúku hjarta, hafi jeg nokkurntíma gjört það. Og þá kom mjer til hugar, eins og þjer í kveld, Þórður minn, að Ijósið, sem snöggv- ast Ijómaði um baðstofuna, hefði verið liimnesk birta. Þú varst skírður á 2. í jólum, Stebbi minn, og þá fjekk Sigga að klæða sig. Nú er víst orðið heitt á katlinum«. S. B. Jólasálmur. Eptir Boye Jesú, lífsins röðulroði, runninn upp í Betlehem, ljóss og náðar bjartur boði, blítt hjá oss þú staðar nem. Lát þjer dýrðar-lofsöng hljóma lífsins gegnum stríð og sorg. Gleðiljós frá lífsins borg mjer i hjarta láttu ljóma. Lát þú gleðigeisla þína, guðdóms-bjarmann himni frá, augnahvarma opna mína að jeg kunni þig að sjá. Neyddu mig Guðs náð að skoða, neyddu mig að sjá hans ráð, sjá, að allt er eilíf náð, mildiljós hans morgunroða. Sitji jeg í sorgar skugga, sjái’ eg ekkert nær nje fjær, sálarinnar gegnum glugga Guðs míns birta ljómi skær. Sólin rís og bregður blundi, bænin stígur upp frá jörð; Drottins engla dýrðleg hjörð syngur morgunljóð í lundi.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.