Kirkjublaðið - 01.08.1897, Page 2

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Page 2
111 Fríkirkja. Eptir sjera Mattliías Jochumsson. Mundu þeir vera margir hjer á landi, sem geta gjört sjer greini- lega hugmynd um, hvað fríkirkja þýðir? Margir vita að á Englandi, á Skotlandi, og þó einkum í Ameríku eru kirkjufjelög, sem óháð eru að miklu eða öllu þjóðhöfðingjum og veraldlegu valdi. En fáir munu vita öllu meira. Jú, flestir eða allir prestar víta, að hið reformeraða kirkjufyrirkomulag 1/tur óvíða landstjórn, og heldur ekki biskupavaldi, heldur hefir einskonar öldunga og safnaðastjórn. Hitt flest munu fáir þekkja, hvernig hinar ýmsu fríkirkjur hins kristna heims hafi myndazt; af hverjum sögunnar rökum og rótum þœr hafi sprottið í hinum ymislega jarðvegi landa og þjóða; hvað þær hafi sameiginlegt og sjerstaklegt; hvað hafi verið, að því er virðist, köllun hverrar þeirra fyrir sig, kostir þeirra, brestir o. s. frv. í annan stað virðast menn ekki skynja verulega sögu og eðli ríkis- kirknanna, og allra sízt, hvað sú hreifing í sjer felur, að gjöra gamla ríkiskirkju að fríkirkju, og þetta er heldur engin furða, því á vor- um dögum hefir það óvíða verið gjört. Hin stærsta fríkirkjustofnun á þessari öld í Evrópu, sem mjer er kunnug, er fríkirkjan á Skot- landi. Hún var stofnuð 1843 við það að 289 prestar hinnar skozku þjóðkirkju sögðu lausum brauðum sínum (1842), og fengu innan árs aptur söfnuði og laun hjá þjóð sinni. Það, sem þessari breyt- ing olli var megn óánægja yfir vissum aðgjöðum veraldl. dómstóla í kirkjumálum, svo og nokkrum ályktunum efri málstofunnar. Því sem ríkiskirkja þurfti hið skozka kirkjufjelag litla stjórnarbreyt- ing að fá, og fjekk ekki heldur, við lausn sína, því hún hefir frá fyrstu tíð að mestu leyti haft öldunga stjórnarlag; eru þar lægst kirkjuþing (Kirk Sessions), þá öldungaþing (Presbyteries) og efst allsherjarþing (General Assembly), sem í sitja jafnt klerkai og kjörnir leikmenn undir forseta (Moderator) og einskonar konungs- fulltrúa (Lord High Commissioner). Árið 1874 fengu söfnuðir þessarar þjóðkirkju þá rjettarbót að kjósa sjálfir presta sína. En hvað frelsi fríkirkjunnar snertir um fram þjóðkirkjuna, þá er það mest í orðinu fólgið, Hin helzta rjettarbót hennar er fólgin í auknu dómsvaldi, svo og í því af stjórnar- og umboðsvaldinu, sem hin hafði aldrei náð, einkum veitingar og afsetningarvaldinu. Þar á móti missti hún ógrynni fjár_ við skilnaðinn, svo og allt það skjól, sem unnendur ríkiskirkjunnar þykjast hafa undir verndarvæng rík- isins. Það má fríkirkjan eiga, að fjör og dugnaður hennar, og um leið allra kirkna þar í landi, þykir stórum hafa vaxið síðan hún hófst, enda myndaðist hún i lýðfrjálsu landi og með flestum skilyrðum

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.