Kirkjublaðið - 01.08.1897, Qupperneq 8
120
í oss vera varast þeirra víti og temja oss stilling og hóf og sjálfs-
aga í öllum allsherjarmálum, en þeim fyrst og fremst, sem lúta
aS vorri æSstu siSmenning.
AS vór vöknum til meiri afskipta og framtakssemi í kirkju
málum er sjálfsagt, og eitt heyrir þar til, aS menn skoði ekki
kristindóminn sem eitthvað fornt og þr'öngt, tómar kreddur eða
leyndardóma, heldur mannkynsins mesta ljós og frelsi gagnvart
allri heimsku, hleypidómum og ánauð, sem menningarmeðal, er ekki
má trúa fyrir nema menntaðasta og göfgasta parti þjóðarinnar.
Kirkjulegu meinsemdirnar
eptir
sjera Jóhannes L. L. Jóhannsson.
(Niðurl.) Það er líka skakkt að ímynda sjer, sem sumir
sýnast gera, að vjer, sem viljum breyta einhverju í hinu
ytra fyrirkomulagi kirkjunnar, höldum endilega, að það út af
fyrir sig skapi nýtt lif, eða höfum þá íölsku hugsjón að
það sje höfuðmálið. En hitt er vist, að eitt af stuðnings-
meðulunum til umbóta getur það verið. Þeir, sem vilja
breytingarnar, þurfa eigi þar fyrir að vera blindir fyrir
hinum sönnu tneinsemdum eða gleyma innri hliðinni. Það
má, meira að segja, hugsa sjer að það atvik geti komið
fyrir, að breyting á ytra fyrirkomulaginu væri lífsskilyrði
fyrir kirkjuna. Setjum svo, að ríkisstjórn einhvers lands
veitti kennaraerabætti við prestaskólann vantrúuðum guð-
fræðingi. Vist mundi þá skilnaður frá ríkinu vera nauð-
synlegur til varðveizlu innra lífinu. Eitt af þvi, sem
prestaskólinn hjá oss þyrfti að vekja áhuga lærisvein-
anna á, er fríkirkjumálið. Þvi að þegar prestarnir eru
almennt orðnir því hlynntir og útbreiða ást á því í söfn-
uðunum, þá er trúlegt að málinu fáist framgengt, og þá
kemur það engum á óvart, er að framkvæmdunum rek-
ur. Þá má geta þess, að marga presta mun vanta alúð
til að afla sjer þekkingar á kristindómsfræðum meðal
annara þjóða, sem þó hefir svo glæðandi áhrif á andann,
og má vera að þetta sje eigi nóg brýnt tyrir mönnurn á
• prestaskólanum. Guðfræðismenntun sína er prestum einn-