Kirkjublaðið - 01.08.1897, Page 11

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Page 11
223 getur maður nú, eptir lögum, eigi komizt, sje hann kos- inn. Aptur eru ýmsir prestar að óþörfu deildarstjórar og formenn í kaupfjelögum, eða þá alþingismenn; og það sorglega er, að sumir þingprestarnir virðast meira, i lög- gjafarstörfum sínum, hugsa um að halda almenn- ingsálitinu og þar með eigin hagsmunum, en um hag Krists kirkju, sem þeir eru Kallaðir til að efla og styðja. Innheimtu launa sinna ættu prestar til dæmis alls eigi að hafa. En þótt erfiðleikarnir sjeu ýmsir, þá tekst samt mikið með Guðs hjálp, ef viljinn er góður. Með góðri og sannkristilegri barnauppfræðingu und- ir termingu má mikið gera trúarlifinu til viðreisnar, eink- um ef æskumönnunum er eigi sleppt undan andlegum á- hrifum og leiðbeiningum prestsins þegar eptir ferming- una, eins og nú er svo almennt. Með því að hindra á allar lundir að menn í söfnuðunum lesi rit, er flytja vantrúarkenningar, sýnir presturinn áhuga á málefni því, er hann á að boða, og fær virðingu og traust meðal manna, um leið og hann ver þá fyrir skaðlegum álirif- um. Þetta geta, held jeg, allir prestar, en því miður munu þeir eigi sem skyldi, hvorki jeg nje aðrir, tala nægilega á móti útbreiðslu þess konar ritverka. Það er um að gera að lífga áhuga fólksins, svo að það verði prestinum samhent í öllum góðum fyrirtækjum. Sannuppbyggilegar ræður hafa einnig mikla þýðingu ásamt góðu dagfari prestsins. Með viðtali má nokkuð glæða áhuga manna að-sækja guðshús, og með hjartnæm- um orðum þarf að sýna tólki hina miklu þýðingu og gagnsemi kvöldmáltlðarinnar, svo að menn fari sjálfir að læra að meta hana, og löngunin til að vera þar með vakni. Vitanlega mun hægast að koma þvi inn hjá ung- lingunnm, við hina eldri er opt lakara að eiga, þótt eigi megi heldur gefast upp við þá. Versf er, að hinir full- orðnu á heimilunum, einkum hjónin víða hvar, gefa mjög illt eptirdæmi í þessu efni, og hinum ungu er svo ha^tt við að laga sig eptir þeim og vanrækja svo sakra- mentið lika. Þá er að brýna rækilega fyrir þeim að taka alls eigi hina eldri til fyrirmyndar í þessu eða neinu, sem er ókristilegt. Það er stórmikið unnið, ef' fólk fer

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.