Kirkjublaðið - 01.08.1897, Síða 12

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Síða 12
124 að elska svo endurlausnara sinn, sem fyrir oss alla leið, til að frelsa oss frá synd, dauða og djöíuls valdi, að menn finni þörf i sálu sinni til að minnast hans ráðarríku vel- gjörða og leita styrks hjá honnm með því að vera gest- ir við hans sýnilega borð á jörðu. En jeg blygðast mín, þegar jeg tala um þetta, því jeg finn, hversu ónýtur þjónn jeg er og jeg fell fiatur niður í undrun yfir mikil- leik Guðs, að geta notað mig, slíkt ófullkomið og ljelegt verkfæri í sinni þjónustu, til þess að sá nokkrum gódum frækornum hans ríki til útbreiðslu, að jeg vil, í auðmýkt, vona. Jeg finn að það er trúin á Drottin Jesúm, sem hefir haldið mjer upp úr í hörmungum lifsins, og jeg óska að sem flestir fengi að reyna krapt hennar; því er jeg nú að tala um þetta. Sannarlega eigum vjer, ninir yngri prestar, örðugt að verða að taka við kirkjulífinu sofandi og daufu og eiga að reyna að blása nýju lífi í það. Vjer þurfum þv/ að biðja Guð um nýjan krapt og mikla framför. Svo að jeg nú víki aptur að höfuðefninu, þá mundi jeg svara báðum spurningunum: »Hvers vegna eru svo margir vantrúaðir?« og »Hverjar eru orsakir vorra kirkju- legu meina?« á þessa leið: »t»að er af þvi, að presta- skóli cg prestasjett landsins eða verkamenn kirkjunnar yfirleitt haf'a eigi tekið nógum framförum í andlegum dugnaði með boðskap sinn og eigi fylgzt nógu vel með tímanum, sem veldur því að þeir og fiutningsmálefni þeirra hefir dregizt aptur úr. Þeim hefir eigi tekizt að láta andaafl kenningar sinnar ganga jöfnum fetum áfram, sem allar aðra andlegar aflsuppsprettur til samans hjá þjóðinni hafa gengið. Eigi hugsað út i það, að raust kristindómsins þurfti að styrkjast æ þvi meira, sem fieiri aðrar raddir fóru að tala til fólksins. Og í einu sagt, af því að starfsmenn kirkjunnar eru eigi nógu fullkomnir, eptir því sem vor tími heimtar*. Menn sjá á þessu, að jeg finn orsakirnar á líkum stöðum, sem þeir 2 menn, er jeg nefndi í upphafi grein- arinnar, og er þeim samdótna um það, að vjer þurfum að fá betri presta. En jeg hefi reynt að leita að orsök- um orsakarinnar, ef 3VO mætti að oiði komast, nefnilega

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.