Kirkjublaðið - 01.08.1897, Blaðsíða 16
128
Arsfundur Biflíufjelagsins var 30. júní. FjelagiS átti
í sjóði 22,000 kr., fyrir seldar biflíur komu inn rúmar 100 krónur
árið 1896. Biskup skyrði frá undirbúningsráðstöfunum stjórnarinnar
til endurskoðunar á þýðingu biflíunnar; hefir hún ráSið háskóla-
kandídat Harald Níelsson til þess, aS byrjaá þyðingu gamla testa-
mentisins næstkomandi vetur, og ætlar honum 100 kr. á mánuSi
fyrir starfa sinn. Ætlast er til aS 3 mamia nefnd, biskup, for-
stöSumaSur prestaskólans og yfirkennari Steiugrímur Thorsteinsson
hafi eptirlit með endurskoðuninni, eptir því sem verkinu miðar á-
fram, og eigi vikulega fund með þýðaranum.
Eigi verður sagt fyrir, hve langan tínia tekur að endurskoða
gamla testamentið. Þó aS hjer ræði aðallega um þýðingu frá hin-
um beztu erlendu þýöingum, meS stöðugri hliðsjón af hebrezka
frumtextanum, er verkið samt mikið og vandasamt og hlýtur að
standa yfir nokkra vetur. Erlendis liefir fjöldi hinna læröustu vís-
indamanna í þeim greinum setiS áratugum saman yfir þýðingu
biflíunnar á hin helztu heimsmálin. Engar ráðstafanir eru enn
gjörSar með endurskoðun nýja testamentisins, en aS sjálfsögSu mun
fjelagið færast þaS í fang, er endurskoðun gamla testamentisins er
komin á góSan veg.
Stjórn fjelagsius skipa áfram sömu menn og aS undanförnu.
Guðfræðispróf við háskólann hafa í ár tekið Haraldur
Níelsson með 1. einkunn og Friðrik Hallgrímsson með 2. einkunn.
Biflía hins íslenzka Biflíufjelags, gefin út í Reykja-
vik 1859, fæst hjá skrifara fjelagsins (ritstjóra Kbl.), innbundin á
5 kr. og óbundin á 2 kr.
Send til Vesturheims í krossbandi kostar innbundin biflía 7
krónur 50 a., eða 2 dollara.
Bóksalar og bókbindarar, er taka í einu minnst 5 eintök af
•óbundnum biflíum, fá mikinn afslátt.
Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. ísl. í V.-h
12 arkir. 12. árg. Ritstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer
2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsv. um land.
KirkjuMaðið — borg. f. 15. júlí — skúfleg uppsögn sje kom-
in til útgefanda fyrir 1. októb.— 12aikirauk smárita. 1 kr. 50 a.
í Vesturheimi 60 cts. Eldri árg. lást hjá útgef. og útsölum.
KTTSTJÖFT: ÞÓRHALLUB BJARNARSON.
ísafoldar-prentsm. —Reykjavík.