Alþýðublaðið - 22.09.1960, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.09.1960, Blaðsíða 10
Batletskéti Þetta er hús HELSINGFORS: — Þessi undarlegi hlutur er bygging, eða módel að byggingu. Finnski arkitektinn Viljo Rewell hefur gert það fyrir verzlunarfyrirtæki í Turku í Finnlandi. Húsið , er þríhyrnt og verður þar banki og skrifstofur. — Rewell varð fyrst frægur er hann árið ! 1958 vann fyrstu verðlaun í samkeppni um nýtt ráðhús í Toronto í Kanada. WWWWWMWMMWMWMWM»>MMWWIMMtWW*IIWWMWWMMWWWMWWMWtM*WWlt árkrókskirkju Orgelsjóbur Sauð- HINN lamdskunni hagyrð- ingur ísleifur Gíslason lézt hér á Sauðárkróki hinn 29. , júlí s. 1. og var jarðsettur hinn 6. ágúst frá Sauðárkróks kirkju. Kirkju þeirri unni hann mjög, hafði starfað í sóknarnefnd Sauðárkróks- safnaðar í fjölda ára og var þar stoðugur kirkjugestur, átti •sitt fastákveðna sæti við hverja guðsþjónustu. Nú er sæti hans autt, en dóttir hans 'og tengdasonur, þau hjónin Elísabet ísleifsdóttir og Krist jón Kristjónsson forstjóri, hafa minnst hans á verðugan bg honum áreiðanlega mjög hugþekkan hátt með 5.000.00 kr. minningargjöf í Pípuorg elsjóð Sauðárkórkskirkju. Um leið og ég þakka inni- :lega þessa gjöf, sem er stærsta gjöf einstaklinga til sjóðsins, langar mig til að geta sjóðsins nánar með nokkrum orðum. Hugmytndin um stofnun .j>ípuorgelsjóðs fyrir Sauðár- krókskirkju er orðin nokkuð gömul, upphaflega komin frá Eyþóri Stefánssyni tónskáldi, organista og söngstjóra kirkj unnar. Gekkst hann fyrir því, að kirkjukórinn gaf á 60 ára afmæli kirkju-nnar ár ið 1952 10.000.00 kr. til stofn unar sjóðsins. Oddgnýr Ólafs son Sauðárkróki gaf þá einn ,.ig 1.000.00 kr. og nokkrir spilafélagar 2500,00 kr. Var síðan hljótt um mál þetta um 22. sept. 1960 — Alþýðublaðið nokkurt skeið, því fyrirsjáan legt var, að ekki mundi hægt að koma pípuorgeli fyrir í kirkjunni, fyrr en hún hefði verið stækkuð, en sú fram- kvæmd var reyndar þegar á kveðin og framkvæmd nú fyrir nokkru Er hinu væntan lega pípuorgeli búinn þar mjög vel hæfur staður. Er hafist var handa um stækkun og endurbyggingu kirkjunnar, komst einnig skriður á söfnunina í pípu- orgelsjóðinn. Hafa honum borist margar ágætar gjafir frá einstaklingum og fyrir- tækjum, gjafir, sem kirkjan tjáir innilegt þakklæti sitt fyrir og verður nánar greint frá þéim, þegiar orgeilið er komið upp. Kirkjukór Sauðárkróks- kirkju hefur haft veg og vanda af máli þessu undir for ystu söngstjóra síns Eyþórs Stefánssonar, Hefur kórinn unnið að þessu af miklum dugnaði í samráði við aðra safnaðrmenn og er árangur inn ágætur, þegar miðað er við það, að söfnuðurinn hefur orðið að taka á sig miklar á lögur vegna endurbyggingar kirkjunnar, en hún ler nú líka söfnuðinum til mikils sóma í hvívetna. Er mú svo komið málum, að síðar í þessum mánuði er pípuorgelið væntanlegt til landsins, Köhler-orgel 12 radda við vandaðasta að allri gerð. En vegna breytinga á gengi gjaldeyris og aukinna skatta verður orgelið mun dýr ara en í fyrstu var búizt við og því skortir enn allmikið fé til þess að hægt verði að greiða orgelið að fullu. Væri því óneitanlega mjög æski- legt, að burtflutt sóknarbörn og aðrir fjarstaddir velunnar ar Sauðárkrókskirkju tækju nú höndum saman við heima menn um að safna fé til fulln aðargreiðslu þessa göfuga hljóðfæris, sem um ókomin ár mun vonandi flytja Sauðár króksbúum sem og Skagfirð ingum öllum margt af því bezta, sem drottning listanna á í arfi sínum. Framkvæmdanefnd sjóðs- ins skipa nú: Kristján C. Magnússon skrifstofumaður, Eyiþór Stefánsson tónskáld og Þórir Stephensen sóknar- prestur. Mun sú nefnd ásamt sóknarnefnd veita viðtöku öllum gjöfum sem sjóðnum berast. Tökum öll höndum saman um að hrinda þessu merka máli í framkvæmd. Sauðárkróki, 9. sept. 1960. Þórir Stephensen. Kennsla hefst mánudaginn 3. október að Freyjugötu 27. Píanóleikari verður Kristín Þórarinsdóttij* Innritun o<r upplýsingar í síma 3 21 53. Duglepr óskast. — Vinnutími fyrir hádegi. Afgreiðsla Alþýðublaðsins — Sími 14-900. vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif enda víðsvegar um bæinn frá n.k. mánaðar mótum. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að taka þetta að sér, ættu að tala við afgreiðsluna sem fyrst. Afgreiðsla Alþýðublaðsins — sími 14 900. Aðsfoðarlæknissfaða. Staða aðstoðarlæknis í Fæðingardeild Land spítalans er laust til umsóknar frá 15. nóv. næstkomandi. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir með upplýsingum um aldur náms feril og fyrri störf sendist til skrifstofu ríkis spítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 1. nóv. 1960. Skrifstofa ríkisspítalanna. Sendisveinn Sendisveinn óskast allan daginn í vetur. ÍUFÍLAGIB Klapparstíg 27. X'X X NflNKIN * * *."l KHakc 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.