Sunnanfari - 01.04.1898, Qupperneq 1

Sunnanfari - 01.04.1898, Qupperneq 1
SUNNANFARI. VII, 2. APRÍL JÚNÍ. 1898. Æska og draumar. I dal upp til fjalla, hjá fossum og lindum, — þar skjól er af tindum, um skorar og lijalla, er skakviðrin þjóta og byltast og brjóta, — þar bládimmir skuggar á grundina falla í kynlegum, margbreyttum myndum, - - þar var það, að sat hún á sumrum hjá og sólveigar drakk um morgna, þar las hún í hlíðunum beriu blá, er breunandi geislar orua. Hún hljóp út, að smala og hóa’ eftir ánum, hún hoppaði’ á tánum um. lautir og bala, — á fótunum nettum í klungrum og klettum hún klifraði ósmeyk um bergveggi dala og söng -svo það glumdi’ í gjánum. Af dísum í fossum og líðandi lind hún lærði þar fallegar bögur, af lamviðrum geystum, er lömdu hvern tind hún lærði þar víkingasögur. Og sólþrunginn blæriuu þar svæfði’ hana stundum. En neðar á grundum stóð grasþakinn bærinn, þar baldursbrá vakti og bæjarvegg þakti, — þeim blómum hún hlúði’ að í tómstundum mærin og fór um þau mjallhvítum mundum. Þar átti hún sér foreldra, æskunnar vor þar uppi til fjalla’ hún sá líða; þar átti’ hún í dalnum mörg ununar spor, þar átti’ hún og táriu sin víða. Þar lærði’ hún að unna því unga og bjarta og sól vai' í hjarta, er sólina runna hún sá bak við tinda og húmklæðast rinda. —Ég vildi’ að svo blikaði’ í brjósti mér sunna, er brýtst þar inn náttmyrkrið svarta. Og sólbrosum hló hún og sérhvert, það tár var sóldögg, í grasið er feldi’ hún, ef golan varð bitur og glúpnuðu brár, ef gleymdist að ærnar teldi’ hún. I sveitinni frammi menn sögðu að engi þar sést, hefði lengi sem Sigrún í Hvammi. Og staðfest er var hún, af’ stúlkunum bar hún. „Ég teldi þann sælan, er Sigrúnu fengi!“ menn sögðu’ er á rennvökrum gammi frá kyrkjunni reið hún að Hvammi heim og hfeypti’ yfir dalflötinn langa, og vorblærinn lék sér í lokkunum þeim er ljósgulir féllu’ henni’ um vanga. Vísur Sigrúnar. 1. Bara syngja og lifa! Grænu balar, blórnin dala, blessað vor, — ég elska þig! Svana-tjarnir, söngfuglarnir,

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.