Sunnanfari - 01.04.1898, Page 3
51
faðma grundir, fjöll og sund,
flögra’ um töfraheima.
Eitthvað þrái’ eg, eitthvað vil,
í eitthvað fjarri hyllir,
sem ég enn þá sjálf ei skil,
en sálu löngun fyllir.
4. Orðið.
Eg les það orð á lækjarstraumum svölum,
ég les það orð á hverju sumarblómi,
ég heyri það í ljúfum, léttum ómi,
af lóukvaki’ í björtum stjörnusölum.
Því hvíslar golan að mér inn í dölum,
í eyrun kemur suða’ af þessum hljómi,
það talar alt með annarlegum rómi,
sem einmitt lýsir bæði sælu’ og kvölum.
Og hjartað titrar, taugar mínar skjálfa,
en til hvers sjálf ég kenni, ekki veit ég,
og senn ég hætti sjálfa mig að þekkja!
Hvað? hef ég notið lífsins heila, hálfa?
Og hvers í vöku’ og draumum mínum leita’ eg ?
Er þetta alt til þess að ginna’ og blekkja?
5. Draumurinn.
Eg sá hann í blundi þann brosandi svein,
svo bjartur var svipurinn, augun hans hrein,
— 1 laut frammi’ á túninu lá hann.
Og þráin mig knúði, mitt brennandi blóð,
það byltist í æðunum, þegjandi’ eg stóð
og horfði þar hugfangin á hann.
Og fyrri’, en ég vissi’ af, í faðmi’ hans ég lá,
af feimni ég grúfði mig barmi hans hjá, —
í hjarta’ hans ég hefði mig grafið
og hvílt þar til eilífðar, hnigin í dá, —
ég heyrði’ eliki, mælti’ ekki, alls ekkert sá, —
ég örmum hans um mig fann vafið.
Eitt augnablik! — Horfinn var hann! — Eg var ein,
og hvergi ég sá þennan brosfagra svein;
ég tárfeldi’ af söknuði sárum.
En þar sem ég grátandi’ í lautinni lá,
sér lyftu’ upp úr moldinni „gleym-mér-ei“ blá,
— þau baðaði’ eg brennheitum tárum.
6. Þráin.
Eg heyri þitt mál
um mánabjört kvöld,
ég minnist þín andvaka’ um stjarnljósar nætur;
þín leitar mín sál,
er kvöldgolan köld
í kvistunum þýtur og himininn grætur.
— Þín leitar minn hugur um leiðsvalar nætur,
er ljóstárum andvaka blástjarnan grætur.
Mig dreymdi’ að ég lægi’ undir ljósgrænum feldi,
með lokuðum augum um mitti þér héldi.
Og kaldstama höndina’ um háls mér þú legðir
í hvílunni þröngu svo mjúklega’ og þegðir.
Og fjarlægir bærust mér ómar að eyra, —
þar ómana’ af brúðsöngum þóttist ég heyra.
Og bergmálið hljómaði’ i hólum og giljum,
það ómaði hátt,
en ljúft og lágt
kvað lækurinu niðandi’ og blómið smátt:
„Héðan af aldrei um eilifð við skiljum!“
Eg þrái þig heitt,
minn hjartkæri sveinn,
en hjartað er þreytt,
þú veldur því einn!
þú seiddir minn hug
frá sjálfri mér burt
og sendir á flug,
en drottinn veit hvurt!
Svo ljúf er mín þrá,
á ljúflings míns fund,
sem lækjar að sjá,
sem blómanna á grund
að vermast af sól,
að vaggast í blæ,
er húmið þau fól
og flyksur af snæ.
7. Dómurinn.
í draumórum æskunnar dagarnir líða,
það dregur úr kröftunum, ánægjan þver;
að sakna þess liðna, því komandi’ að kviða
er kveifarlegt; hrinda þvi verð ég frá mér.