Sunnanfari - 01.04.1898, Page 6

Sunnanfari - 01.04.1898, Page 6
54 3. Það liyllir undir iand. Hann elskar inig, en ást hans mér er að eins kvöl og hugraun sár, þvi langt á milli okkar er og urðir, gljúfur, jökulgjár. Eg veit, að honum bý ég böl og brjóst hans frýs við kulda minn. En mér er að sjá hann sálarkvöl. . .. Ó send mér, haustnótt, skuggann þinn og myrkva of mitt höfuð hell og hyl þú bæði augun mín; ég kýs að dvelja, er dýpst ég fell, í dimmu sól þars aldrei skín. Eg bölvun helti’ á höfuð mér, ég hræðist sjálf minn eigin róm. En það, sem undir brjósti’ eg ber, það bætir, fyllir lífsins tóm. 4. Auðar streudur. Sigrún kveður yið bam. Eg hélt að þú fyltir upp hjarta míns tóm, Eg hélt að þú yrðir mér gleðinnar fræ, og gæfir mér aftur in brosandi blóm, sem byrgð eru’ und dyngjum af snæ. Að von sú var hál, að varð hún mér tál, nú verð ég að lesa þann dóm! Eg les hann með skelfingu augum þér í, á enni þitt rún sú er skráð; ég svipinn hans þekki og sárleið hann flý, — þá sorg getur tíininn ei máð. — Og því ertu’ ekki minn, — hvert einasta sinn ég augunum skelfd frá þér sný. JÞað var djúpt millum okkar, en dýpra’ er það nú, og það djúp, — það er kaldara’ en fyr: einginn ástneisti hlýr, engin trygð, eingin trú, ekkert traust, enginn leiðandi byr! Og þá sárveiku taug, er ég sjálf að mér laug að oss samtengdi, slitið gatst þú! 5. Stríð. Eg get ekki hatað mitt hold og blóð, en hér verður ilt að rata, mér er sem ég gangi opna glóð, - það eru augun hans, sem ég hata. Er barnið grátandi brjóst mitt við sig byrgir og ómálga hjalar, þá skerst ég í hjarta og finn minn frið á fárvaldi dýpstu kvalar. Tvö öfl í brjóstinu’ eg berjast finn með banvænum skeytum sárum; þá deyja orð mín við æsinginn og augun mín drukna’ í tárum. III. Útlæg ást. í stofunni i Hvammi’ er hljótt um kvöld og hálfrökkrið smeygir sér inn. Við saumaborð kringlótt situr á stól hún Sigrún og styður hönd und kinn. Og drengurinn hennar við stólbakið stígur; — — hún starir á húmið sem yfir sígur. Og þar situr unglingur henni hjá,—- í hálfbirtu augun hans skína; þau tala svo hljótt, þau anda svo ótt og orðin á vörunum týnast og dvína . . . þeim er eilífð sú þögu; út, í bláinn þau blína. Og barnið hjalar. — Hún hrökkur við, — það hristist stóllinn, á gólfið það fellur. — Og gráthljóð í stofunni gellur. — Úr stofu það ber hún og burt með það fer hún. Hún líturíaugu þess, brjóst hennarbólgn- ar og svellur. * * * Svo gengur hún heldur hraðstíg inn, hlymur i gólfinu’, er niður hún stígur, við fóttak sitt saman hún hrökkur og hnígur í faðm hans....... Og hægar og hægar sígur húmið yfir með friðinn sinn.......................... Ekkert orð, ekkert andvarp, — svcr eilífhljótt! Ekkert hvískur, nei, grafþögn og kyrð! hönd í hönd!

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.