Sunnanfari - 01.04.1898, Qupperneq 8
Ég sé hann aldrei, aldrei hér,
en um það neitt ei tölum:
ég sé um alla eilífð hann
þar uppi’ i guðs míns sölum!
En sjálfa sig aldrei hún sættist við
fram að síðasta lúðurhljóm!
Svo liðu nú stundir, og Sigrún ól svein. —
„Sjá vil ég augun hans!“ kvað hún.
Hún leit í þau, gleðin á hvörmum hennar skein,
það hvrnaði svipurinn, ástin hreiu
í augum hennar glóði. Og guðs síns til
með grátandi’ augum hað liún.
Og enn liðu stundir: inn eldri sveinn
á árinu þriðja dó,
í heilanum sjúkdóm hann hafði þann
til heljar er loks hann dró.
Um orsök hans vissi einginn neitt, —
það ætlaði læknirinn
af byltu væri. — Uá blikuðu tár
á bleikfölri móðurkinn.
Svo liðu árin. Og Eirík dró
illkynjuð sótt til bana.
En sagt var að ekkjan syrgði’ hann mjög
og sorgirnar þreyttu hana.
Það gránuðu háriu, hvítnaði kinn
og hrukkur á ennið dró.
En öllum hún huldi hjarta sitt.
— Á Hvamini sein ekkja’ hún bjó.
Vísur Sigrúnar.
Nú skil ég það fyrst, hvað ég sárt hef hann sært,
er sjálf hef ég lært
að þekkja hvað inndælt er ástar að njóta.
Ég hef eitrað líf hans og lagt hann í gröf,
hans ljúfa ást var mér hefndargjöf.
— í>að var synd, það var synd þau blóm að brjóta,
en ég braut þau, og fleira, er mér helzt skyldi kært.
Og nú finst mér sáliu hans hefndum mér hóta,
í harmtárum augu mín fljóta.
Nei, hún kallar ei hefnd yfir höfuð mitt,
því hún hefir elskað mig.
JÞað getur hún ei, en mín eigin sál
með ásökun kvelur sig
og leggur á herðar mér harðan dóm.
Hún biður ei hefndar, hún biður um grið,
hún biður um miskunn og frið!
V.
Sólarlagið,
Um sumarkvöld einn sunnudag,
er sólin rann í heiði
og blærinn kvað sitt ljúflings-lag
og lóan söng á meiði
og blánaði dalurinu breiði, —
hún sat við gluggann. Sveinninn lék
að sumarblómum smáurn;
þar drekti’ hún sinni sáru kvöl,
þar sefaði’ hún sitt leynda böl
í barnsins augum bláum. —
Húu starði lengi, lengi í þaug. —
Svo leit hún út um gluggann
og sá hvar blóðrauð sólin rann
og síðsti geisli’ á tinduin brann,
og sá hvar litli fuglinn flaug
í fjalla bláau skuggann.
Hún þóttist heyra hóað sujalt
í háa fjallasalnuin.
j Svo sýndist henni hálfdimmt alt
og hljótt þar niðri’ í dalnum.
Þá heyrði’ hún sönginn hlíðum í, —
hún heyrði Dunárnið og gný,
og svein hún sá
með bjarta brá
þar byltast lík í kaldri á.
Tvö augu sá hún undarleg
og eitthvað heyrði’ hún falla.
Hún kendi hita, eu hrolls um leið.
Þá heyrði’ hún rödd, er sárt var þreyð,
svo ástblítt á sig kalla.
Hún heyrði óin
af orgel-liljóm
og inn í kyrkju sá hún.
Hún heyrði emhvern hvellau klið,
og háaltarið kraup hún við.
Og Kristur stóð við hennar hlið
og hendi’ að augum brá hún.
Svo alvarleg var ásýnd hans
eu ástmild þó, og geislakrans