Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 16
64
annar ráshvikull skósveinn listarinnar bregði mér
um misskilning á eðli hennar og að ég bergmáli
kenningar þeirra manna, sem hafa haldið fram þess-
um vafasömn kenningum. Ég er ekki blindur át-
vagl þeirra krása, sem háskólafóstra E. H. hefir á
horði sínu. En hins vegar þykir mér hverjum
manni sæmilegt að vinsa úr réttum hennar, það
sem ég álít gott og gagnlegt; ég get eins fyrir það
viðurkent gildi þess, sem gott er á hinurn borð- |
unum.
Að svo mæltu vík ég að aðal-umræðuefninu:
Sjálfstœði listarinnar.
Ég skal þá geta þess, að ég tel mér ekki skylt
að verja þau orð, eður þá kenningu, sem andmæl-
andi minn eignar mér, heldur þau ein, sem ég hefi
talað i raun og veru. Ég ætla þó að takast þann
vanda á hendur að verja þessa kenningu, sem mér
er eignuð og getur höf. þess betur haft höggstað
á mér.
IV.
Svo að hverjum manni geti orðið ljós munur
skoðana okkar í þessu máli, skai ég taka hann
skýrtfram: Hann (ísaf.-höf.) segir það „varasamt",
„vafasamt" o. s. frv., að listin geti verið sjálfstæð,
þ. e. að hún geti staðið á eigin merg eingöngu —
verið til að eins sakir sjálfrar sín eða þeirra, sem
dást að henni eins og hún birtist blátt áfram, án
þess kröfur séu gerðar til, að hún hafi eitthvert
gott augnamið. — Ég held hinu fram, að hún sé
sjálfstæð, eins og t. d. sólin. Ég álít að listin þurfi
ekki að vafsast í endurbótum eða baka sig í dygða-
sólskini, til þess að hún geti heitið og verið list. —
É.g nefndi sólina. Hún er jafn-fögur hvort sem
hún skín á auðnir eða akurlendi. Annað mál er
það, að gagn hennar kemur þá fyrst í ljós, þegar
hún eða geislar hennar skína á þá staði, sem fram-
leiða lifandi verur og fjölskrúðuga liti.
V.
A Austurvelli í Reykjavík er standmynd af
Albert, Thorvaldsen, þar þykist ég sjá sjálfstœða
list. Það virðist vera skoðun höf., að listin sé eigi
fullkomin neina því að eins, að hún sé í þjónustu
góðs málefnis. Það má segja að myndastyttan
fullnægi þeirri kröfu að því leyti, að hún svalar
fegurðartilfinningunni. Það má segja, aðallarfagr-
ar myndir vinui fegurð og göfgi gagn. — En til
eru líka myndir, sem særa og græta þessa kveun-
legu fegurðartilfinningu, sem altaf vill baða í rós-
um og baka sig í sólskini. Til eru myndir, sem
sýna sjálfa örvœntinguna, dauðann, hefnigirnina, hatr-
ið, öfundina o. s. frv. Þarf eigi listamann til þess
að gera þessar myndir vel úr garði? Þessi list
vinnur engu góðu málefni gagn.
Hún er sjálfstæð.
Rafael og Angelo máluðu engla og djöfia. Var
list þeirra ósjálfstæðari í djöflasvertunni heldur en
í englaljómanum?
Ég hefi séð myndir af Kristi og Júdasi. Fyrri
myndin sýnir göfgi og fegurð, in síðari örvænting
og illmensku. Krists-myndin er ljósmynd — Jú-
dasar-myndin skuggamynd. Er listin ekki jafn-
sjálfstæð í báðum?
Andmælandi minn segir, að engum sé sama,
hvað sagt sé, hvort heldur það sem hann álitur
gott og gagnlegt — eða það sem hann telur ílt og
óþarft. Þetta er satt. En með því er það ekki
sannað, að listinni sé um megn að fara vel með
ílt efni og gera úr því kjörgripi — eða að klauf-
anum sé hægt að fara listilega með gott efni. Eins
og það er víst, að klaufinn getur gert valið efni að
andlegu óæti, eins vist er hitt, að listamaðurinn
getur gert óæti að krás.
Ég skal nefna dæmi þessu til stuðnings.
Milton kvað kvæði í 12 bókum (Paradísarmissi)
um syndafallið, djöfulinn, helvíti og hernað 'Sat-
ans gegn inum góðu englum. Þetta er efni ófag-
urt svo fremi sem nokkurt efni er ljótt. Þó er
höf. vegsamaður fyrir þetta verk — ekki fyrir efn-
ið — það sem hann segir — heldur fyrir meðferð-
ina — hvernig hann segir það —.
Listin er bæði pósitiv og negativ — skugga-
leg og björt.
Það er jafnmikill vandi að gera góða skugga-
mynd eins og ljósmynd. Það er negatív mynd
(skuggamynd), sem fyrst kemur út á plötu ljós-
myndarans, en pósitíva myndin er ljósmyndin, sem
hann skilar viðtakanda. I báðum dæmunum er
listin sjálfstæð og óháð.
Það þarf jafnmikinn listamaun til þess að mála
haustið o:ímynd dauðans, eins og til að sýna vorið
með ljósum litum o: ímynd ins endurvaknaða lífs.
í fyrra dæminu er þó engu góðu málefni hlynt eða
hjúkrað.
í hverju er list spámannanna og Davíðs kon-
ungs fólgin? Er húri fólgin í efninu? Það er þó
misjafnt að gæðum. Það er að sumu leyti hrak-
spár og formælingar. En þeir láta listina krydda
þetta óæti svo það verður konunga-krás.
Flettum upp 109. sálmi Davíðs, sem er nefndur
„bæn móti óvinum" — þar sem þetta er: