Sunnanfari - 01.04.1898, Page 18

Sunnanfari - 01.04.1898, Page 18
þess að njóta sumarsins og eftir ástæðum athuga það, sem landið vildi sýna mér. Hafði ég helzt í hyggju að veita eftirtekt vegs- ummerkjum jökulsins mikla, er til forna huldi land alt. En er hann tók að bráðna náði hafið langt inn í land og var þá suðurlandsuudirlendið í sjó alt eða mestalt. Þetta, að flói mikifl hafi skorist inn f landið, þar sem nú er suðurlandsundirlendið, hafa menn vitað alt ffá því Sveinn Pálsson lét þá skoðun í ljósi, en hitt, hvað hátt og langt þessi fjörður hafi náð inn í landið, eða hvar efstu, fornu fjöruborðiri séu, er mönnum miklu ókunnara um. I Olfusinu kring um Ingólfsfjall og nálægt hænum Hjalla eru fornir malarkambar og strandlínur, er sýna, að á þeim svæðum hefir um tíma verið tak- markalína lands og sjávar, og hefir dr. Þorvaklur Thoroddsen um það ritað. En það eru ekki efstu sjávarmörk, sem maður sér í Ölfusinu, fjaran hefir að eins verið þar um stund, er hlé varð á rénun sævarins, eða réttara sagt, á því, að landið risi úr sæ. En við undirlendið ofanvert hefir mönnuin verið ókunnugt um forn sjávarmörk, strandlínur eða malarkamba og þessháttar, og lék mér því ekki sfzt hugur á að athuga, bvort efsta fjöruborð sæist nokkursstaðar á vegi mínum, og yfir höfuð að tala allar rnenjar þessa forna flóa.1 A landið kringum Reykjavík skal lítið minst, þar eð ég hef hugsað mér að tala um það í annað siun. Malaihjallarnir við Elliðaárnar eru alkunnir; þeir urðu til, er árnar ristu niður úr hinuin forna sjávarbotni, er landið reis úr sjó. I ofanfburðar- gryfjum við veginn skamt frá ánum má fá ýmsar upplýsingar þar að lútandi. Neðan til í gryfju- veggnum eru lárétt lög at’ leir og sandi; þessi lög mynduðust í botninum í vík einni, og í leirlögunum lifðu margar sandmigur (mya truncata); þær grafa sig í leirinn eða sandinn á sjávarbotni, en eru út- búnar með lönguin trjónum eða pipum, sem þær teygja upp að yfirborðinu, til þess að geta andað. Oftastnær er ekkert eftir af dýrinu þarna í gryfju- veggnum nema þessi trjóna, en stundum hefir líka varðveitst yzta húðin utan afskelinni, en sjálfkalk- skelin er uppleyst og öll á burt. Ofan á leirlög- unum eru hallandi lög af möl og sandi. Landið hélt 1) I fyrra sumar fann ég efstu sjávarmörk á G-ræn- landi, og hijföu menn ekki áður tekið eftir þeim þar. Maður kemst fljótt að því, að þessháttar rannsóknir eru erviðari hér á landi, jarðvegurinn er svo miklu meiri, og „tönn tímans“ festir stórum betur á bergtegundun- um hér en þar, svo að vegsummerki fornra viðburða í sögu landsins eyðast og verða ógreinileg. | áfram að rísa úr sjó, og þarna varð um tímafjara. Sand- og malarlögin eru gegnumskorin fjörulög, þvi þeim hallar yfir höfuð að tala út að sjóuum. Þetta er ekki langt frá 100 fet-um yfir núverandi fjöru- borð. En ég læt hér staðar numið að róta í jörðinni I að sinni og sný mér að himninum. Hann var eins skemtilegur útlits það kvöld og íslenzkur sumar- himinn ætti að vera oftar en er. Upphvolfið blíð- | lega blátt, ineð silfurhvítum skýjaslæðum hér og hvar; niðureftir lýsist loftið og verður einhvernveg- inn kuldalega tært og grænbleikt, og í lofthafinu synda langir brúnhvítir skýjatangar og eyjar. Yíð- j ur fjallhringurinn með sfnum sterkbláu litum og hvítu fannablettuin, Hólmsá, sem eins og stálblátt band líður um hvanngrænar tungur, rauðgráar mel- bringurnar og holtin, þar sem spóarnir tylla sér upp á steinana og vella og fljúga svo á stað með þessum einkennilega vængjaburði, sem er rétt eins og þeir vilji telja manni trú um, að þeir eigi svo | fjarska annríkt, alt þetta var svo einkennilegt í síð- degisbirtunni að því verður varla lýst. Klettarnir í hrauninu fyrir sunnan Lækjarbotna heita Tröllbörn. Þegar seig eldleðjan rann út á votlendið, myridaðist snögglega mikið af vatnsgufu, hraunið belgdist upp hér og hvar; blöðrurnar sprungu en hraunleðjan var orðin svo seig, að blöðrurnar náðu ekki að sfga niður aftur og mynduðust þann- ig katlarnir; innan á ketilveggjunum eru einlægar smáfellingar, drönglar og dropar, rauðbrúnir og brúnsvartir, því líkast álitum, sem þetta væri þykk tjara. Næsti dagur var sannnefndur sumardagur, einn af þeim dögum, sem gerir mönnum skiljanlegan þann sterka gleðihljóm, sem er í orðinu sumar. Á melholti, sem er ekki langt frá veginum yfir Sandskeiðið, má sjá gamalt vatnsborð; það er melur svo laugt sem vatnið hefir náð, en mætti fremur kallast holt þar fyrir ofau. Áholtinuerklöpp ísnúin, og verður af ýmsu ráðið, að vatninu hafi aldrei skolað yfir haua. En yfir Sandskeiðinu og græna flákanum með efri vötnunum hefir áður verið vatn og það býsna víðáttumikið, og eru glampandi blá- speglar Efrivatnanna, sem prýða svo mjög landið, leifar af því stóra vatni. Strandlínan á holtinu liggur hér um bil 20 fetum yfir Sandskeiðið, og má af því ráða, að endalok þessa forna vatns urðu þau, að það tæmdist, en ekki svo, að vat-nsskálina fylti af árburði, eins og oft verður. — Það væri gaman að geta lýst þessum fallegast-a degi á sumrinu að maklegleikum, en það er einskis meðfæri nema af-

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.