Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 25

Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 25
77 eru náttúrulýsingarnar, sem ofið er inn í mörg eða flest af kvæðunum, því ritningin liefír iítið af þeim. En þetta var mjög viðsjárvert, því skáldið liefir aldrei séð þá náttúru, sem viðburðirnir eru við bundnir. Úr því bann vildi leiða myndirnar og söguna íram í umgerð náttúrulýsinganna, eins og gert er í skáldverkum nútímans, þá liefði hann átt að geta leitt lesendurna með sér inn í náttúru Austur- landa. En hann hefir varla reynt til þess. Þótt stundum sé í kvæðunum nefndir „myrtuslundir“ og „pálmaviðir“, þá eru það litlausar hugmyndir, en náttúrulýsingarnar verða lýsingar á íslenzkri nátt- úru, íslenzku vori og hausti. T. d. er haustið lát- ið koma með „naprar, næðandi kólgur og norðan- gjóst, standandi úr fjallaskörðum11. JÞetta er ís- lenzkt en vafalaust röng lýsing á Gyðingalandi. Sama er að segja um lýsiugar kvæðanna áveizlum o. fl. Það eru almennar lýsingar á drykkju, há- vaða o. s. frv., en engin tilraun til að sýna hvern- ig þetta hafi fram farið hjá þeirri þjóð, sem kvæð- in lýsa. Þetta tvent hefði getað verið verkefni fyrir höf., þar sem hann tók sér fyrir hendur að draga upp biblíumyndir. Mörg af kvæðunum eru, skoðuð út af fyrir sig, ljómandi falleg: Líkfylgdin í Nain, Sýnir Esekíels, Musterið, og svo mætti lengi telja. En ef fara skyldi út í það, að dæma um einstök kvæði í ljóðasaf'ninn, yrði það langt mál. í heild sinni má finna það að því, að höf. hafi neytt þar of lítið skáldskaparhæfileika sinna, allra nema þeirra, sem við koma rímlistinni. Þ. G. Draumur Hannibals. (Sbr. Livius, XXI 22.). Enn þá brunar nóttin um upphimnasalinn, úði er á klettum, næturdögg á völlum, hljóðlega lækirnir liðast um dalinn, lágt þýtur í skógunuin á Pyreneafjöllum, og dimmir eru tröllauknir tindar og tunglið skýslæða blindar. — Svlfið, svífið í ró, vængjuðu vindar. Vaknaður er örninn, á vængjunum breiðum vindur sér frá gilinu, flýgur yfir grundu; vaknaður er úlfurinn, úti á veiðum ískrandi þýtur hann gegn um furulundu. Við fjallsrætur fánarnir blaka, fölskvaðir varðeldar braka, þúsundir, þúsundir sofa, verðirnir vaka. Þar eru slöngvarar úr Belearabjörgum, hogmennirnir langhæfu frá Atlasfjallsins hlíðum, Keltiberar fráneygir, með kolsvörtum törgum, kesjuberar Lúsítana, reyndir í stríðum, Númída riddara raðir, rekkar til atlögu hraðir, kappar frá Karþagóhorg gunnfánaglaðir. Hann sem þeir elska, hann sem á þeir trúa, Hannibal sefur við eitt Númídabálið, vopnaður hann liggur þar 1 liðsmannagrúa, lætur illa’ í svefni og grípur um stálið; hreifir hann höfuðið bleika, — hvað mun 1 anda hans leika. — Varðmeuu á hetjuna horfa og hljóðir þeir reika. Lengi’ hann hefur kvalið hin logandi bræði, loksins er upp runnin hefndanna stundin, þó Italíu gjörvallri til ólífis blæði engin skal miskunn hjá Hannibal fundin; heitorð og ógnir skal efna, áffam mót B.ómverjum stefna, fræga skal fósturjörð gjöra og harma’ hennar hefna. Uppi á fjallsbrún sér hann eldsúlur rísa, óteljandi logatungur stjörnurnar sleikja, bruna niður hlíðarnar, langt mun bálið lýsa, læsa sig um skógana, dýrum burtu feykja. Flýja nú úlfar og örninn, æðrast nú kafloðni björninn. Flý hver, flý hver sem má! Vesöl er vörnin! Eldsvoðinn niður að herbúðum heldur, herinn sefur rótt eins og sterkum töfrum bundinn; einhver því guðanna eilífu veldur, örlög eru vægðarlaus, hér er dauðinn fundinn; hátt mun nú Hannibal kalla, helsvefninn gagntekur alla, varðmenn í værum blund höfðinu halla. Upp yfir víggarð mun bálið nú bruna, Balearaflokkarnir sveipast nú glúðum, enginn maður vaknar við hinn ógnandi funa, þó eldhafið geysi fram með snarkandi hljóðum; jörðin og loftið nú logar, leyftrandi súlur og bogar fléttast 1 eldhafi óðu er svellur og sogar. Mitt út úr brennandi bálinu líður bryujaður, vængjaður, gullkrýndur andi, 4

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.