Sunnanfari - 01.04.1898, Page 31

Sunnanfari - 01.04.1898, Page 31
83 lenzkar bækur á kálfskinni. Þetta er alt eyðilagt, svo að grátlegt er til að hugsa, sed transeant ista. Hvað bréfaskriftunum viðvíkur, þá mun Monsr. Magnús Einarsson á Vatnshorni hjálpa undirbagg- ann í því efni, ef þér hann þar um biðjið, og mun óg senda honum pappir þar til, annaðhvort með Stykkishólmsskipi, ef það svo lengi bíður, eður með síðara Búðaskipi. Eg fæ ekki stundir að sýsla framar um þessi efni, því tíminn er orðinn naum- nr, en ég hefi verið í nokkra daga yfir flutningi. Það er og einn af vorum mótgangi, að það er tor- velt að fá húsrúm í þeim hluta staðarins, sem ó- brendur er, og þótt menn húsnæði fái, þá er það oft i óhaganlegasta máta og svo þröngt að maður sér varla snúið getur, og heitir það nú svo, að vær, sem fyrr bjuggum á höfuðbólum, erum nú komnir í kot, jafnvel þótt það sé og bót í máli, að mesti partur af vorum utensilibus domesticis er uppbrendur, svo að vær vel getum nægst með minna húsrúm en til forna............“ I bréfi til Orms JDaðasonar 1729 með Stykkis- hólmsskipi: „A silfurknífskeiðunum, sem i fyrra urðu eftir hjá mér, get ég nú engin skil staðið. Þær brunnu í mínu húsi. Sumt soddan er i jörð niðurhlaupið, sumt stolið11.* Oöniul sögn 11111 uppi'iiua Grágásar. [Eftir blaði að mestu með hendi Arna Magnússonar, AM. 267. 8vo, 120]. „Norðarlega 1 Holtamanna afrétt, nærri Þjórsá, nokkru neðar en yfir um hana er riðið hjá Sóleyjar- höfða, þá riðið er á Sprengisand, heita Grágásar- búðir, og sér enn nú, — að vísu sá fyrir 10 eður 12 árum, — til fjögra stórra búðarstæða eður fleiri. Þar segja menn að höfðingjar landsins hafi i gamla *) Um bréf og kopiur eftir brunann ritar Arni sér- staklega þessum mönnum: Séra Jóni Haldórssyni (virðist ekki hafadugað mjög); Ormi sýslumanni Daðasyni; Jóni Magnússyni bróður sinum (dugar bezt allra); Brynjólfi Þórðarsyni 4 Hliðarenda (Grundarbréf og riddarabréf Eggerts Eggertssonar); Séra Eyjólfi Jónssyni 4 Völlum (en hefir litið upp úr því); Hans Scheving (um frumrit hjá séra Sæmundi Hrólfs- syni); Séra Hjalta í Vatnsfirði o. fl. daga einu sinni saman komið, og legið þar eitt sum- ar, og saman tekið lögbók þá, er Grágás heitir. Þessa sögu sagði mér Pétur Bjarnarson í Tungu- felli í Ytra-hrepp, sjötugur maður 1709, og sagðist hana heyrt hafa fyrrum af fleirum en einum göml- um mönnum skilvisum, og búðarstæðin sagðist hann sjálfur séð hafa. Eftir mörgum fleirum gömlum fróð- um mönnum hefi ég heyrt þetta sagt, að þeirra for- feður trúað hafi, að Grágás væri við þessar Grá- gásar eða Grágása búðir samantekin. Hafa þessir menn, er þetta í munni haft hafa, Sunnlendingar verið. Einn gamall norðlenzkur maður hefur sagt mér, að mál manna væri, eftir eldri mönnum, að þessi lögbók væri saman tekin á fjöllunum fyrir ofan Hreppa, — hann var ókunnugur syðra, og hefur því ei vitað rétta afstöðu fjallanna, fyrir ofan Land átti það að heita, — og hefði þar mætzt til grágæsa- veiðar Sunnanmenn og Norðlendingar, og með það sama bókina saman tekið, og af sagðri gæsaveiði Grágás kallað. Nóta. Græsaveiðin hefir að sönnu verið upp úr Eystrahrepp, norðan eða vestan til við Þjórsá, en aldrei hefur nein gæsaveiði verið, svo menn viti, fyrir sunnan eða austan ána, þar sem búðirnar standa“. Sonarliarmur. Ortur af Runólfi Sigurðssyni 4 Skagnesi 1848 [eftir Heiðmund son sinn, er druknaði af skipi 4 leið til Vestmannaeyja, og voru um 20 manns 4 skipinu]*. „Opt er bítandi Þorra þrá, og þungt hávetrar skeið, kveður helgaldra um lönd og lá, lífið nístandi reið“. Svo kvað ég dögum æsku á, og endurtek nú kviðu þá við sviplegan sonardeyð. Það er þá víst, að þú ei meir þekkist hér lífs á jörð; gott er hverjum, er góður deyr og gleðst með leystra hjörð; en minn breyzkleiki þig samt þreyr; það er eitt líf, en heimar tveir, er linar helstríð hörð. *) Runólfur sjálfur kallar kvæðið „Raunatal við sjálf- an sig 1848.“ 11*

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.