Sunnanfari - 01.04.1898, Síða 35

Sunnanfari - 01.04.1898, Síða 35
87 Ingjaldssand, síðan Látrabjarg, og um kvöldið var alt þetta fyrir bí oss, og vér djúpt undan landi. JÞá var stormviðri mikið og stór sjór til miðnættis; síðan var sjórinn spakari. Þriðjudagsmorguninn 15. Octbr. var vindurinn norðaustan. Þá sáum vér Snæfellsjökul snemma dags frá oss í norðaustri og vorum þá langt út á hafi; sigldum í norðaustur; veður var hægt framan af; hvesti þegar á leið daginn; gengu þá stór fjúk- él á jökulinn; um miðdegisbil var jökullinn írá oss nær í fullu norði; sáum óglögglega grillingu til Akrafjalls og Esju. Aflíðandi nóni sáum vér Suð- urnes nærri fyrir stafni og tók þá óðum að hvessa af sömu átt. Það sama kveld sigldum vér fyrir Reykjanes í glaða tunglsljósi allskamt austan hæsta klettinn, sem kallaður er Eldeyjar, er sjó- kortin telja með Euglaskerjum. Miðvikudag þann 16. Octobr. var vindurinn meir austrænn en áður. Þá um morguninn, er lítt var farin sól, sáum vér Eyrarbakka; austanfjúk og myrkur mikið gekk yfir landið, svo það huldi sýn; vér héldum djúpt suður á hafi§. Um nóttina gerði logn og byrleysu. Eimtudag þann 17. Octobr. hélzt lognið fram til miðdegis; þá hvesti og gekk til suðausturs; máttum vér þá leggja kóssinn til suðvesturs. Snjó- él kom sterkt með krapa góðum tíma fyrir sólar- lag. Sögðu menn að vær mundum komnir gegnt suður undan Yestmannaeyjum, og sáum þann dag ekki land. Föstudag þann 18. Octobris var framan af deginum byrleysa, en það lítið, sem kulaði, var östen til sud; héldum kóssinum í suðaustur. Að liðnu miðdegí gerði stórsjó og hvassviðri mikið, fyrst af suðaustri, síðan af austri með regni og stórsjó, svo þá dreif yfir á bæði borð; hólzt þetta stórviðri fram yfir dagsetur. Eftir það vér höfðum haldið bænir, þá var uppteiknað hvað hver maður á skipinu vildi gefa fátækum, ef drottinn léti oss auðnast að taka hafnir með heilu og höldnu. Kaupmaðurinn Christoffor Gregerson lofaði fyrir hlaðninguna 4 rdl., en fyrir sjálfan sig 2 rdl. Skipherrann lofaði fyrir skipið 10 rdl., og fyrir sjálfan sig 5 rdl. Logmaðurinn lofaði fyrir sig 3 rdl. Eg lofaði liálfum rdl. og svo hver einn skips- maður þar á borð við. Stundarkorni síðar stilti veðrið mjög; tók af stórsjóinn og gerði hægan norðanvind, og gengum vér þá til hvílu; litlu síðar gekk vindurinn aftur til norðausturs, og var gott veður um nóttina, þó byr væri hægur. Þeunau sama dag var stórsjórinn og óveðrið svo mikið, að skipherrann með stýrimanninum og öllu skipfólk- inu gat naumlega með stóru lífsfári tekið inn fokk- una. Þó tókst það um síðir með guðs hjálp skað- laust. Engin höfðum vér þá segl uppi, nema stóra seglið; bundum svo stýrið við hléborða og lótum í guðs nafni yfir drífa það, er drottinn vildi. Sagði skipherrann, að ekki hefði hann á hafi verið í stærra stórsjó og stormviðri. Laugardag þann 19. Octobr. var vindur enn þá norðaustan, en gott veður um daginu; vær héldum kóssinn til suðausturs. Sunnudag þann 20. Octobris var eun sama veður, logn um nóttina eða því nær og framan af deginum byrleysa, en eftir hádegi hvesti af norð- vestri og gerði stórsjó svo mikinn að varla gátu menn seglum inn náð; dreif svo með einu segli. Mánudag 21. Octobris var hægt veður, enu heldur sjómikið af norðaustri, og um uóttiua gerði logn. Þriðjudag þann 22. Octobris gekk veðrið til norðurs og undir sjálft hádegi batnaði byrinn og sigldum vér hægt veður á hafinu og héldum kóss- inn suðaustur. Þann sama dag tók skipherrann hæð undir sólina, var 6 gr. og ein mín. Þá gerði hann gizkning að vér mundum ei leugra austur komnir en 28 vikur frá Reykjanesi. Veðrið var hægt þann dag, en um nóttina gerði logn. Miðvikudag þann 23. Octobr. var gott kul um morguninu af norðaustri; héldum kóssinn í norð- austur; var nærri byrleysa þann dag til kvölds; um nóttina gerði logn og eftir það gekk vindur- inn til vesturs og síðan til suðurs. Eimtudag þanu 24. Octbr. var dáviðri; vind- urinn suðvestan og æskilegur byr, sem varaði til kvelds. Föstudag fyrstau í vetri 25. Octobris var æski- legt. veður og hinn bezti byr af suðvestri fram yfir miðdegi. Þá gekk vindurinn meir til suðurs og hvesti stórlega mót kvöldi. Sagði skipherranu vær muudum vera svo nær Færeyjuin, að uggvænt mundi að oss mundi bera þar upp á land fyrir þessu sunuanveðri um nóttina; tók [hann] því það til ráðs að venda til norðurs og slaga vestur á haf; sigldum vór svo suðvestur fram yfir miðnætti. Laugardag 26. Octobris höfðum vér gott veður og suðvestan vind. Eftir bænir um morguninn sá- um vér Færeyjar í norðaustri frá oss; lögðum vér kóssinn sud-sudaust, og vorum nokkuð uggandi, hvort okkur mundi taka fyrir landsuðnrshornið á Færeyjum, að sönuu rak oss nokkuð norður eftir, svo að vér vorum svo nærri eyjunum, að vér höfð-

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.