Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 37
89
suðvesturs, og nú settum vér segl til, sigldum svo
Lí[ða]ndisnes fyrir bí og komum kvöldið þá hálfrokkið
var á góða höfn, þar sem heitir Svíney. Þar lágu
fyrir 9 eða 10 skip á höfninni. í>ar var ein frönsk
fregatt (svo heita lítil orlogskip) með 120 manns.
Þar lágu og Engelskir og Hollenzkir. Ejöldimanna
kom til vor um borð á þvi kvöldi bæði landsmenn
konur og karlar. Einninn af skipunum, er þar
lágu fyrir, sem allir töluðu íslenzku. Þar fréttum
vér að konungurinn af Erankaríki væri andaður,
sá gamli Lodovicus. Þessari höfn, Svíney, er svo
háttað og varið sem víðar í Noregi, að eyjarliggja
alt í kringum skipin og er hyldýpi víðast á millum
þeirra, svo óhætt er hafskipum; sigla menn á milli
þessara eyja langan veg með landi fram í Noregi
úr því komið er suður fyrir Lí[ða]ndisnes. Eyjarnar
eru þar í meðallagi há björg og klettar, sumpart
skógi vaxnar, sumpart lyng og einir og sumstaðar
vex á þeim gras, þó mjög snöggvar. Húsin eru
hér bygð á þessum eyjum fram á klettasnösunum,
öll af timbri gerð; sum bygð fram á sjónum með
stórum og þykkum bjálkum undir, sem standa upp
á endann; máluð eru þau og úthöggvin með skraut-
legri gjörð, svo ekki eru þvílík á voru landi. Þó
búa þar ei utan bátsmenn og sjófólk, sem lifa af
fiskiafla og kaupskap alleina. Konur brúka hér
danskan búning. Stúlkur róa hér á bátum eins og
karlmenn og eru það flest alt vinnukonur, íNoregi
kallaðar Tieniste-Picker, píkur á vora tungu eður
stúlkur. Bændur ganga hér á grákembdum vað-
málsmussum og buxum sniðnum sem bátsmanna-
klæði; svarta skó brúka hér allir. Kakalónar eru
hér í flestum húsum og sumstaðar skotsteinar(l).
Byggingunni er svo varið sem timburstofan á Hól-
um; húsin eru geysihá, víðast tveggja lofta, enn í
borgunum í Noregi eru þau enn þá stærri. Þau
eru öll með steinþaki, sem gerður er af rauðum
leir. Land er viðlíkt og Asarnir í Hegranesi, víð-
ast skógi vaxnir og spretta trén upp af klettaskor-
unum, mestan part furuviður, sumstaðar eikartré
og birki. Nautpeningur og sauðfé er hér smærra
vexti enn á íslandi; hestar álíka stórir og vorir.
Noreg er 300 milur tíræð á lengd og koma þar
frost og snjóar norðarlega sem á íslandi, en sunn-
arlega í Noregi er miklu heitara. Hætti ég nú svo
að skrifa fleira hér um að þessu sinni, en vík aftur
til þess fyrra. Hessa nótt lágum vér á höfninni í
Svíney. Hvorki fór lögmaðurinn í land né ég, þó
mér væri á því forvitni, en kaupmaðurinn og flestir
af fólkinu fóru að besækja landsmenn um kvöldið
og komu seint til skips uin nóttina. Lögmaðurinn
var mjög reisumóður af þessu sjóvolki og treystist
því ekki til lands að fara, þar með orðið framorðið
þá vér komum til hafnarinnar.
Mánudag 4. Nov. lögðum vér frá Svíney og
héldum innan skerja austur með landinu í góðu
veðri, en litlum byr. Þá var kominn um borð
til vor skipherrans bróðir, Sörin Pétursson, gamall
skipherra, sem býr í klefunum við Mandalen. Yér
komustum í Buesund um kvöldið og var þarsæmi-
lega góð höfn, og höfðum eyjar á aðra síðu, en
landið á aðra. Fyrir innan oss lágu 12 skip hol-
lenzk, 12 Engelskir og nokkur norsk. Hér lágum
vér um nóttina.
Þriðjudagsmorguninn 5. Nov. var heiðviðri og
sterkur vindur norðaustan, aldeilis öndverður oss,
svo vér hlutum kyrrir að vera.
Miðvikudag 6. Novembris var veður hið sama
norðaustan; lágum kyrrir; fór lögmaður í land og
ég roeð honum; gekk hann upp að skoða bónda-
garðinn, sem strax lá inn við fjarðarbotninn ; við
fengum þar hvorki vott né þurt, nema um síðir
einn mjólkurpott, sem lögmaðurinn betalaði með 2
skildingum, id est einum fiski; á þessum bónda-
garði voru öll hús af timbri, sem áður hefi ég um-
skrifað. Lækur litill rann hjá þessum bæ og var
eitt hús bygt yfir hann ferskeytt, sem stóð á fjór-
um stólpum háum, svo hált'vaxinn maður mátti
undir ganga. Húsfreyjan, dætur hennar og vinnu-
konur voru að spinna hör á snældum. Snældurnar
voru öðruvísi lagaðar en hjá oss og kann ég þær
nú ekki að describera. Stofan, sem þær sátu inni
í var hreinleg með borði og bekkjum, kakalóni,
glergluggum og fjalargólfi, kostuleg að öllu leyti,
og á þenna hátt meina ég sé öll bóndabygðin
löguð í Noregi (guð náði vort fátæka föðurland).
Yið gengum síðan þar frá niður til strandar til
þeirra verzhúsa, sem kaupmaður vor, Christo-
for Gregerson, var að skrifa í bréf sín, og svo um
kvöldið til skips.
Eimtudag 7. Novembris var hið sama veður
og raáttum liggja kyrrir á höfninni.
Eöstudag 8. Nov. sama veður; lágum kyrrir.
Laugardag 9. Nov. var enn nú regn og vindur
austlægur.
Sunnudag 10. Nov. var suðvestan vindur hæg-
ur; léttum akkerum og sigldum innan skers til
Eleckeroyer; utan fyrir vesturgapinu á þeirri höfn
urðu í vegi fyrir oss tvö skip undir seglum. Þau
höfðu bæði danskt flagg rautt með hvítum krossi.
Þau gengu inn á höfnina undan oss og vér eftir
þeim. Þá formerktum vér, að þetta var sú kong-
12