Sunnanfari - 01.04.1898, Qupperneq 39
91
dag sigldi héðan eitt skip af Skotlandi, sem kafði
lagt út 6 eður 7 sinnum og orðið afturreka.
Laugardag 23. Nov. lágum [vér] kyrrir í
Staveren.
Sunnudag 24. Nov. bauð Matthias Braem lðg-
manni og kaupmönnum vorum báðum til gesta á
sitt skip. Þessi Matthias Braem er kaupmaður á
Eyrarbakka, nýgiftur, og var hans kona nýlega
önduð af barnsförum, hvereð var í borginni Christ-
iansand. Drukku menn allir vel langt fram á nótt.
Mánudag 2B. Nov. lágum kyrrir í Staveren og
bar fátt til tíðinda.
Þriðjudag 26. Nov. lágum vér kyrrir. Hér
eftir man ég ei að skrifa, hvað við bar á hverjum
degi, meðan við lágum í Staveren, en áður en vær
reistum þaðan, fór lögmaður og ég á báti upp til
Laurvíkur, og gisturn þar hjá einum kaupmanni í
tvær nætur, sem hét Ulrich Bugge; var með okkur
Jens Jörgensson frá Brautarholti. Reistum svo
niður aftur á vort skip. Leiddist lögmanni mjög
að liggja í Noregi, og var uggandi um að skipin
mundi ei sigla þaðan fyrri en á útmánuðum, hvað
honum þó brást. Réði það því af að fara með
póstjaktinni, sem reisa skyldi til Elatstrand í Jul-
lande, hvað honum var þó tífalt meiri kostnaður
sú reisa bæði til lands og vatns. Þar til komu
kaupskipin fyrri til Kaupenhafnar en við.
Þann 5. Dec., sem var fimtudagur, reisti lög-
maður til lands frá Staveren og Jens Jörgensson;
var-oss ekið á þremur sleðum og einn hestur fyrir
hverjum sleða, og komurn nm kvöldið til Helgeröe.
Þar lá fyrir á höfninni póstjaktin, sem vær síðar
sigldum með.
Þann 6. Dec., sem var föstudagur, vorum vér
kyrrir á Helgeröe, því oss féll ekki byr.
7. Dec., laugardag, sigldum vér með póstjakt-
inni frá Helgeröe í Noregi og féll vel byr þann dag.
8. Dec. sunnudag. Sáum uip morguninn Hal-
land; byrleysa þann dag; hvesti undir kvöldið af
landnorðri.
9. Dec. mánudag, höfðum góðan byr, komumst
undir Julland; gerði stórviðri undir kvöldið með
regni og þoku, svo vær gátum hvergi séð til lands,
og ekki ráðið við skipið, svo vér vorum í stærsta
lífsfári, sérdeilis vegna grynninga, og höfðum vér
þriggja faðma djúp, en upp á síðkastið gaf oss
það guð, að vér sáum skip skamt frá oss á legu,
og strax þar eftir hleyptu meun akkerum niður;
lágum svo af til morguns.
10. Dec. þriðjud. fórum í land í Elatstrand,
því vér höfðum fyrir hjálp drottins rammað höf'nina
um kvöldið fyrir, og gistum um nóttina hjá einum
frönskum manni, sem býr í Rlatstrand.
11. Dec. sem var miðvikudagur keyrðum [vér]
þaðan allir þrír á einum vagni og fjórði með vagn-
manninum og höfðum tvo hesta fyrir, sem siðvani
er hér í löndum; var sú dagreisa 4‘/2 mila, og
gistum hjá einum bónda um nóttina.
12. Dec. fimtud. keyrðum til Olborgar 4'/2
mílu. Jens Jörgensson var í þessum selskap alt til
Kaupenhaíhar.
13. Dec. föstud. reistum til borgarinnar Höj-
bru, 6 mílur.
14. Des. laugard. reistum til þeirrar borgar
sem heitir Randers, 3l/2 mílu.
15. Dec. sunnud. fórum frá Randers og keyrð-
um eina milu til eins bónda, hvar vær gistum.
16. Dec. mánud. keyrðum 3‘/2 mílu til borg-
arinnar Aarhus; hún liggur við sundið, sem er á
millum Sellands og Jullands, sem er stór staður
og velbygður.
17. Dec. þriðjud. vorum kyrrir í Aarhúsi, því
oss gaf ekki yfir beltið fyrir logni og þoku.
18. Dec. miðvikud. sama veður, vorum kyrrir.
19. Dec. fimtud. sama veður, fórum hvergi.
20. Dec. föstud. sigldum snemma morguns frá
Aarhúsi tvær vikur sjávar, og komustum ei lengra
fyrir þoku og myrkri og logni; köstuðum svo akk-
erum og lágum af til morguns ; var það mitt á
milli Jullands og Sámseyjar. Ejórar kvenpersónur
voru á skipinu með oss, og var ein af þeim kona
með barn á brjósti. Eaðir hennar var og svo með.
Þær vildu reisa yfir til Sellands.
21. Dec. laugard. kom yfir oss mótviðri, tók-
um slagi um daginn og gekk harla lítt; komustum
þó um kvöldið á eina höfn við Sámsey. Þessa dags
sigling var tvær vikur.
22. Dec. sunnud. komustum hvergi fyrir logni
og urðum að liggja kyrrir; fóru nokkrir af oss í
land til að útvega öl og mat, því vær kunnum ei
taka oss vara fyrir, að vær mundum svo lengi
eiga í sjóvolki. Eg fór fyrir lögmanninn; var það
fimti partur úr þingmannaleið, sem vær hlutum að
ganga til lands fyrr en vær komum til bygða upp
á Sámsey. Vær héldum oss þar litla stund og
neyttum öls og matar. Þar eftir keyptum vér kost
svo mikinn sem vér gátum borið; var það brauð
og öl; gengum síðan niður til strandar og svo á
skip. Ekki fór lögmaður f land né Jens Jörgens-
son. Þrjár nætur hlutum vér að sveima i þessu
sundi fyrr en vær komum til Sellands; var á meðan
frost og kuldi og máttu menn tíðast bæði nótt og
12*