Sunnanfari - 01.04.1898, Qupperneq 40

Sunnanfari - 01.04.1898, Qupperneq 40
92 dag vera upp á þilfari, því bæði var skipið lítið og fólks mergðin mikil. 23. Dec. mánud. fengum mótvind suðaustan. Sigldum þó um daginn átta vikur sjávar með slög- um, og komustum um nóttina kl. 6 til Kallenborg í Sellandi; vorum þá mjög slípaðii'. 24. Dec. þriðjud. keyrðum þaðan til eins bóndabæjar; var það þorp mikið og í kirkja. 25. Dec. miðvikud. Jól. Keyrðum þaðan eftir embætti og náðum til borgarinnar Roskilld. Þar vorum vér þá nótt. 26. Dec. fimtud. annan í Jólum keyrðum það- an eftir embætti og náðum um nóttina til eins verzhús skamt fyrir utan borgina Kaupenhafn. 27. Dec. föstud. þriðji f Jólum; keyrðum inn í staðinn Kaupenhafn í gegnum vesturport, og fór lögmaðurinn strax til assessor Árna Magnússonar, og urðu þar fagnaðar fundir; var lögmaðurinn svo hjá honum fram yfir átta dag, og að því gerðu tók hann sér eitt annað logement (lossament) hjá einum prófessor, sem var og er stjörnumeistari, og hjá honum höfum við veríð alt til þessa dags í Junij mánuði. Tantum de his. * * * Derðasaga þessi er hin sama og getið er um í Yísnakveri Páis Vídalíns, Kh. 1897, bls. XII, og er hún merkileg, þó ekki væri fyrir annað en það, að hún er um þá minnilegu utanför Páis, er hann gerði í málum sínum við Odd lögmann, og hafði Páll verið dæmdur frá embætti, og átti þá erfiðan hag. Kveðjubréf hans áður hann legði í þessa ferð og vísur þær fallegar, er hann orti þá, er að finna í Vísnakveri hans, bls. IV—IVI, og bls. 93—94. J ó n a s organisti H e I g a s o n . Jönas Helgason er einn af vorum þjóðkunnustu mönnum. Söngritin hans eru búin að bera nafn hans inn á hvert einasta heimil. Allir söngvinir út um landið unna honum, og þeir eru margir. Það mun því mörgum vera kærkomin mynd af honum og helztu atriðin úr ævisögu hans. Jónas Helgason er fæddur f Reykjavík 28. febr. 1839. Poreldrar hans voru þau Helgi Jónsson trésmiður og bæjarfulltrúi í Reykjavík, ættaður frá Skútustöðum við Mývatn, og Guðrún Jónsdóttir, ættuð frá Ctaulverjabæ í Plóa. Jónas ólst npp hjá forldrum sínum, þangað til hann var 13 ára. Þá tók bann að læra járnsmfð hjá Teiti Pinnbognsyni járnsmið og dýralækni. Þessa iðn nam Jónas að fullu á 4 árum og tók sveinsbréf sitt í maí 1856. Upp frá þessu stundaði hann járnsmíðar öðr- um óháður að öllu, þangað til 1881. Þá hætti hann þeim störfum fyrir fult og alt. Eftir þetta gaf hann sig eingöngu við því fagra starfi, að efla og útbreiða sönglega þekkingu hér á landi. Margt hefur orðið til að tálma framkvæmd- um hans og áformi, en hann hefur unnið frægan sigur á því öllu með kjarki og viljafestu. Verkin sýna merkin. Hugur Jónasar hneigðist snemma að sönglist- inni. Hin fyrsta framkvæmd hans í þá átt, var söngfélag, sem hann stofnaði árið 1862 í Rekjavík. Þetta söngfélag var nokkru síðar kallað „Harpa“. Og það er orðið þjóðkunnugt nafn líka. Það gaf út hin tvö fyrstu söngrit Jónasar á sinn kostnað, „Söngfræðina11 og fyrsta hefti af „Söngvar og kvæði“ (,,Hörpuhefti“). Jónas var kennari og leiðtogi „Hörpu“ í samfleytt 30 ár. „Harpa“ er fyrsta söngfélagið, sem stofnað hefir verið hér á landi, og til hennar eiga önnur söngtélög upptök sín að rekja, sem stofnuð hafa verið hér á landi. „Lúðra- félag Reykjavíkur“ er einn afsprengur „Hörpu" að því leyti, að stofnendnr þess voru allir úr „Hörpu“ og síðan hafa í því verið fleiri og færri félagsmenn úr „Hörpu“ og þar á meðal formaðurinn (Helgi kaupmaður Helgason, bróðir Jónasar). Það var „Harpa" sem annaðist allan hinn fyrirskipaða söng við hátíðahaldið í Reykjavik og á Þingvöllum á þúsundára afmæli þjóðarinnar 1874, að undantekn- um söngnum við guðsþjónustugjörðina á undan há- tíðinni. Það var „Harpa“, sem annaðist söng við öll þau meiri háttar tækifæri hér í Reykjavík, þar sem sungið var. Það var „Harpa“ og „Lúðrafé- lagið“ í sameiningu, sem gengust fyrir því, að safna 1500 krónum, til að koma upp sérstöku húsnæði handa sér og öðrum söngfélögum, sem hér kynni að verða stofnuð. Nú er þetta húsnæði i hinu myndarlega húsi iðnaðarmannafélagsins f Reyjavik. Það var Jónas, sem átti mestan þáttinn í því, í samráði við annan félagsmann1 úr „Hörpu“, að farið var að hafa „Harmonia“ við söng í kirkjuin hér á landi til eflingar sálmasöngnum. Þeim fjölgaði að sönnu hægt framan af; en að því er næst verður 1) Theodór Olafsson, son séra Olafs Pálssonar prests að Melstað í Miðfirði. Enda var það Melstaðarkirkja, er fyrst fékk hljóðfæri.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.