Sunnanfari - 01.04.1898, Síða 41
/
Jónas Helgason.
komist, þá eru það um eða yiir 100 kirkjur á land-
inu, sem nú iiafa eignast hljóðfæri, og árlega bæt-
ast fleiri við.
Haustið 1875 sigldi Jónas til Kaupmannahafn-
ar til þess að afla sér meiri söngfræðislegrar þekk-
ingar. Þeir próf. N. V. Gade og J. E. P. Hart-
mann höfðu aðalumsjónina með námi hans, og út-
veguðu þeir houum þessa kennara: J. Chr. Gebauer
próf. og organista við Heilagsandakirkju, H. S.
Polly, kapelmeistara, A. W. Lanzky, Kapelmusikus,
Viggo Sanne, sönginspektör og Fr. M'óller, Piano-
fortefabrikant.
Hjá sumum þessum kennurum var Jónas að
námi á hverjum degi, en sumum tvisvar og þris-
var á viku. Þeir Gade og Hartmanu létu hann
vera í kirkjunui hjá sér við guðsþjónustugjörðir á
hverjum helgum degi og oft endrarnær.
Allir höfðu kennarar Jónasar miklar mætur á
honum. Og það sýnir bezt, hvað gott traust þeir
hafa borið til hans, að hann mun hafa átt kost á,
fyrir milligöngu þeirra, að komast að fastri stöðu
í Kaupmannahöfn, nokkrum árum eftir það að hann
kom heim aftur. En hann kaus heldur að verja
kröftum sinum í þjónustu ættjarðar sinnar.
Haustið 1876 varð Jónas kennari í söng við
barnaskólann og kvennaskólann í Reykjavík. Sum-
arið 1877 varð hann organisti við dómkirkjuna í
Reykjavík, og síðan haustið 1883 hefur hann kennt
söng við barnaskóla Seltirninga. Öllum þessum
störfum gegnir hann enn.
Á sama tíma hefur hann kent 120 körlum og
konum söng og orgelspil, er siðan hafa orðið or-
ganistar í kirkjum út um landið, þeim sem hljóð-
færi hafa eignast. En auk þess hefur hann kennt
fjölda mörgum öðruin bæði söng, orgelspil og að
leika í fiðlu.
Það var þjóðhátíðarárið, sem Jónas gjörðist
fyrst rithöfundur, og frá því ári og til þessa dags
hefur hann sumpart safnað til og sumpart samið
söngrit þau, sem nú skal greiua:
1. Ágrip af hinum helztu söngreglum með verk-
legum æfingum.
2. Söngvar og kvæði í 7 heftum með 2, 3 og 4
röddum.
3. Söngkenslubók banda byrjönduin í 6 heftum
með 1, 2 og 3 röddum.
4. Leiðarvísir um notkun á raddfærum mannsins.
5. Sálmalög með 3 röddum, 2 hefti.
6. Kirkjusöngsbók með 4 röddum.
7. Viðbætir við kirkjusöngsbókina með 4 röddum.
Af öllu þessu, sem nú hefur sagt verið, má
sjá, að maðuriun hefur ekki verið iðjulaus um dag-
Helgi Helgason.
ana, enda er hann nú tekinn að þreytast nokkuð.
Hann hefur lagt staka alúð við söngkennsluna í
skólunum og gjört sér far um að fylgjast með tím-