Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 2

Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 2
«) ÖLDIN. Kigi' í IíukI mitt glcitiin dæmt, Skal ég liverja brú að baki Brjóta andans heljar-taki. II. HREINT LOFT. Að ganga’ um eyði-grundir Og götum manna fjær, Það styttir tómleiks-stundir Og styrkinn aftur Ijær. Þar alt við andann hjalar Með orðum dýpra máls; Hver höfði til mín talar Og tungu’ á sérhver háls. Sem hugans mollu hrekja Og hjarta-þyngslin duld, Og þúsund þanka vekja Að þýða slna huld. Og einlæg svörin eru, Þau öll sem gefa mér — Einn þáttr úr þeirra vcru — Því þau eru’ ei lærð á kver. III. FJALLIÐ. Þú fjall, sem að hrevkist við himins unn, Þú hyman af þessarar jarðar grunn. Þú sér það hvem morgun, hvar sólin rís fyrst, Og sólarlag þitt er í vcstrinu yzt. I dögun þess. bíður í dagsljósið þyrst Hver dals-flöt, að sólskinið klæði þig fyrst. Ilún les það I blikunni brún þinni úr, Ilvort búi í veðrinu hríð eða skúr. En, veðurnæmt fjall! þú um aldur samt ert í einstæðings-tign þinni riflð og bcrt. Og björgin þín hörðu og hjarn þitt og fönn Smá-heflar in þolvirka breytinga-töun. Svo kraft þinn að lokum og efni þín öll Þú ósjálfrátt leggur í framtíðar völl; Að frón þetta vcrði þá, flnst inér satt, Úr fjallsýn míns tíma nokkuð flatf. En þjóðin, in fróðari’ og farsælli, þá Með föðurlands augunum lítur það á Og gleðst við að hnjúkarnir hjöðnuðu braut I haga’ o’n í gróandi tíðar skaut. En, íjall, — er það sorglegt, að síga’ o’n I fold Og samvaxa framtíðar gróður-mold ? IV. LAUFBLAÐIÐ Á ÁNNI. Bravó ! þú minnis-blað manna Meiða hjá þjóð, liaufblaðið létta og granna, Loftkast sem tókst meðan bylurinn stóð. Lafmótt þú skauzt upp í skyndi — Skoðið nú til ! Stórmerki’ af sterkasta vindi Steypt þarna’ ábotninn þinn kciprétt á hyl. Foku-blað fallið af hending Föru-straum á, Slvagvindur, slympi-Iáns sending, Sleit þig að óvöru grein þinni frá. Visnasta’ og léttasta varstu Vor-lauf á kvist’, Grábleikt í grænku’ hinna hvarfstu; Gafst þér nú kostur að sýna þig fyret. Brcttirðu’ upp barðið þitt smáa Breiðri í á, Riddara’ af hatti þeim háa Hreykistu títuprjóns-skuggann að sjá. Gang þinn á straumborði stillir, — stundin er lygn — Ei svo með áreynslu spillir Eftirtekt neins þinni’ á hæversku-tign. En áin það cr, scm þér hossar! Enn er hún slétt; Neðar er ílúðir og fossar, Fallandi straumur — þar tckur þú sprett, Gleymandi hæversku’ og lrntti Hringsnýst um stein. Scinast þig sogaldan flatti Sokkið og gegnumvætt laufblað af grcin.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.