Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 8

Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 8
OLDIN. 8 En cg elska heitast jörðu þá, Þar jöklar og dalir skittast á. Og heimili mitt er heimur sá, Þar liúmið og ijösið skif'tast á. Og eðli mitt þarf, sinn þrótt til að fá, Að þreytan og livíldin skiftist á. Og önd mín því lifa að eins má, Að yndið og sorgin skiftist á. Barnið með blómið. Festu’ ekki blómhnapp á brjóstinu’ á mér, þvl blómknappar fríðir mig særa; sárt er mitt hjarta og svlða því fer, við sárinu’ ef citthvað vill hræra. Tíð sú er liðin, er tíndi’ eg mér blóm; tið sú cr liðin að örlaga dóm. Gefðu mér laufblað, sem fýkur um fold, það frostnóttin blómanuin sneyddi, og rósina Ijúfu, sem leit o’nað mold og langvinnur næðingur deyddi, og fífll með höfuð af ljæmnum grátt, sem hallast til hvílu með þverrandi mátt. Því svo fóra vonir, sem vóra mér alt, á vorblíðum æskurinar degi; Sumar var örskamt og úti varð kalt fyr æflnnar hallaði vegi; og altaf smádimmir á æfinnar leið, því aldrci skín sólin mOr fögur og lieið. Úndína Breytiþróunar-lögmálið og uppruni líftegundanna. Alþýðleg framsetning eftir Jón Ólafsson. [Framhald]. Fám áruin eftir að Darwin kom heim úr ferð sinni, hafði liann lokið að fullu við fyrsta uppkastið að riti sínu; en hann gaf þó ekkert út enn, heldr hélt áfram rann- sóknum sínum í meir cn 20 ár eftir þctta, og lét ekkert á sér bæra. Þannig starfaði hann I 25 ár — fullan fjórðung aldar, og birti ekkort um störf sín, nema livað hann skrifaði beztu vinum sín- um um það í bréfum. En um þetta leyti hafði annar enskr náttúrafræðingr, Alfred Wallace, á ferðum sínum austr um Indland komizt að sömu niðrstöðu sem Da^win, og ætlaði að fara að rita um málið. Að þessu komust vinir Darwins, en þeir vissu að Darwin hafði komizt að þess- ari niðrstöðu fyrir 25 árum og varið öllum tímanum síðan til, rannsókna. Þótti þeim ranglátt að annar maðr, sem miklu síðar hafði komizt að sömu niðrstöðu og miklu minna rannsakað málið, skyldi fá lieiðrinn af að koma fyrst fram ineð kenninguna, og því liéldu þeir svo fast að Darwin, að gefa nú út rit um þetta, að liann lét undan þeim, og gaf út árið 1858 ágrip at kcnning sinni og af rannsóknarstörfum sínum. Það var ritið “Um vppruna tcgundanna,” ið frægasta rit nítjándu aldarinnar. Öll þessi ár, scm Danvin varði til rannsókna, hafði hann Safnað inum ótrú- lcgasta fjölda upplýsinga og gert svo marg- ar athuganir, að stáliðni lians og starfsemi er nærri ótrúlcg. Iíann gekk að því vísu, að ætti menn að fá nokkra Ijósa hugmynd um málið, þá yrðu menn að athugá nákvæmlcga alidýrin og ræktuðu jurtirnar. Um flcstar af inum

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.