Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 6

Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 6
0 ÖLDIN. Um skafla livíta rennir leiftur-glóðum; . Sá iilossi augað blindar—nú er liann máður I burt, en myrkrið sjöfalt þykkra’ cn áður. Já, það er háski', en líf, í þessum loik! Iívcr lítill dropi’ er nú sem ólgi’ og sjóði Og afli stáls sé strengd hver taugin veik, Þú stolta Rán ! í vöðvum þín og blóði. Og lífsins kvöð og kjarni’ er það : að líða Og kenna til í stormum sinna tíða. Eg sit hér fangi, flúinn svefni af, Mér flnnst að nóttin kalli mig, að vitna Hvc andi tímans brýzt við hugans haf Unz hofln stranda’ og ríkis-festa.r slitna, —- A óp-og stunurmargra hjartna’ að hlýða I hljómi brimsins gegn um rökkur tíða. X. DAGSETUR. Sit ég hátt í hlíðar-skeið, Ilnígur sól við jökul-breið, Rauðu leiftri roðar hún Reistum fjalla-kömbum á Ljósra skýja léttan dún, Litast hlíðin rökkurblá. Aftanskinsins skriðljóss-kvik Skína’ í austur spegil-blik. Sléttan breið þar bjarmar öll, Borðflöt, víð og undanhöll; Er sem horfl’, ef horft er á, Hún úr sýn í fylgsni djúp Unz hún skríður læðu-lág Ijoftsins undir neðsta hjúp, Þar sem skýja skugga-þjörg Skorðar nóttin há og mörg. Jökum líkt í lygnum sjá Ljóma hvítir veggir á Húsum bygða niðri nær— Neistar ótal blika’ og gljá TJt um sléttu-flæmið fjær: Fægðir gluggar bæjum á. Stjörnu-belti strjálu sett Storðin blasir hljóð og slétt. Fyrir litlu létt og greið Leið um þetta sléttu-skeið Fanst mér væri’—cn flnn það nú Fótsár ég og móður cr, Sporaþung og þreytudrjúg Þcssi flata grund varð mér. — Eg með unglings augum þá Æflbraut hef litið á. Engan hádag enn var ég Áfram kominn hálfan veg, Sem að morgni setti mér, Sérhvert kveld var náttstað íjær; Stór í hylling hæðin hver Hærri sýndist mér og nær, Við hvert fct, sem fram ég sté, Fjær mér varð og lægra sé. Sörhvert taltmark, sem mér vanst Síðla náð, mér loksins fanst Þá of lágt og lítils nýtt, Lengra fram ég girntist brátt — Útsýnið var ekki frítt Eða’ of þröngt og sýndi’ of fátt. Takmark efsta tilsýndar Trappa’ í stiga að eins var. — Efst er á fjöllum ísfölt gráð, Af er sólar gylling máð; Rofar í belti roðadimmt Raðað loftskör jökla við, Eljum korgað, kuldagrimt, Kyrðardapurt þungbúið, Slettir lofts á slétta tjald Slikjugrænum, úfnum fald. Fjöllin undir ómlaus, kyr Opna þúsund svartar dyr, Sýna’ á hverjum sökkvi-dal Sortaskældan gljúfra-munn, Hlið á mörgum liamra-sal, Hrundum múr og rofnum grunn; Fanna-bustir bygðar hátt Bjarma gegnum húmið grátt. Lærðirðu hérna’ að lýsa vel, Liðna skáld, sem drógst upp Hcl? Léðu fjöll þér litinn sinn, Ljósa’ og dökkva þennan, á Ilennar bláu’ og úvítu lcinn, Kvcld er aleinn sazt þcim hjá ?

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.