Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 13

Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 13
Rnhus fntcticosus voni ekki fæi'ri cn 200 tegundir. Alveg áþekt á sér stað með niiirgar inar lægri vesningar dýrakynsins. Eitt kennimerki töldu fræðimenn lengi óbrigðult, að því er dýraríkið snerti, til að skera úr, hvort um tegund væri að gera eða að cins um afbrigði. Ef skepnur tvær gátu eðlað sig sannin (getið afkvæmi sam- an), þá heyrðu þær til sömu tegund; ella vóru sitt af hvorri tegund. En sauðfé og geitfé, hvað á að segja um það ? Hrútr og geit geta ekki tímgazt, en liafr og ær geta tímgazt Er þetta þá ein eða tvær tegund- ir? Hér komast menn í ógöngur með þetta kennimerki. Ef satt skal segja, tjáir eidvi móti því að bera, að alt deilikerfi náttúriisögunnar, jafnvel ið allra-“náttúrlegasta,” með öllum sínum tegundum, kynjum og ættum, röð- um og flokknm, er þó enn ekki nema manna-tilbúningr, handahófs-verk, sem meun liafa gert sér til yflrlits-löttis. Vér búum oss til þessi skifti-hólf og stingum þar svo inn flokkum, röðum, kynjum, teg- undum og afbrigðum eftir því sem oss virð- ist handhægast til minnis eða yflrlits. En alt er þctta manna-tilbúningr, en ekki nátt- úrunnar eðlilega verk. Það er lika eins og þcir náttúrufræð- jngar, sem lialdið hafa fast við óbreytileik tegundanna og sjálflr hafa samið ný deili- kerfl (ijistem), hafi óljó^fundið til þess, að tcgundirnar væru skyldar. Linné skifti jurtaríkinu í 23 flokka á mjög óeðlilegan liátt, en fiokkunum skifti hann aftr í ættir, kyn og tegundir, eftir þvl sem honum virt- ust þær meira eða minna fjarskyldar. En merkilegast er það, að þessi undirskifring eftir ytri líkindum og- lögun kemr furðu- vel heim við þá skifting, sem frarn kemr, ef menn hugsa sér tegundirnar í jurta og dýra ríkinu komnar af fáum sameiginleg- um frumættum. Að öllu samtöldu má þá telja þaö víst, að villidýr og villijurtir taka breytingum alveg á sama hátt sem alidýr og ræktaðar jurtir. Merkilegt er það, að þær tcgundirnar, sem útbreiddastar eru — með öðrnm orð- uin þær tegundir, sem þola eða geta vanizt_ við breytilegust ytri lifsskilyrði,— þær eru líka breytilegastar sjálfar. Og- þær teg- undir, sem heyra til stórættum í dýrarík- inu eða jurtaríkinu, þær eru breytilegri en aðrar tegundir. Það þarf ekki neina að nefna liaukjurtar ættina, Ilieracinm; um það hafa menn aldrei getað orðið ásáttir, hvað sé tegundir og hvað ekki tegundir af því, sem undir hana hevrir. Af liverju kemr nú það, að tegundirn- ar af þessum ættum eru broytilegri en aðr- ar tcgundir ? Það kemr af haráttunni fyrir tilver- unni. baráttunni fyrir matnum. En þessi barátta er það sama sem vér í daglegu tali köllum samkepni (eompetition). Því að þessi samkepni, þessi barátta, sem Malthus prestr sýndi fram á að ætti sér stað hjá mannkyninu, á sér engu síðr stað lijá dýrunum og jafnvel hjá jurtunum. [Fiíamii. síbah'J RITSTJ(')RA-SPJALL. Kvæðin, sem hirt eru í þessu blaði, eftir hr. Stephan G. Stephanson, eru merkilegr bálkr, alveg einstök í íslenzkri ljóðagerð. l>au eru bergmál—ekki af ljóðum annara skálda, heldr af röddu náttúrunnar. f3au eru frum- legfi, einkennilegri cn nokkuð samkynja, sem nú or ltv’eðið á vora tungu. Stundum bregðr fyrir einhverju undarlega þunglainalegu á köflum hjá honum, svo að hugsunin, sem að vísu er ætíð vel hugsuð, verðr myrk, torskil- in, eða búningr hennar öllu fremr, eins og t. d. í síðasta erindi VIII. kvæðisins. En sr o slær hann sér aftr stundum niðr á þá skeið- spretti, sem fáir mundu leika honum eftir, t. d. í VII. kvæðinu. Onnur eins snildarverk og IX. og X. kvæðið tala ég nú ekki um.* llvað margar samtíða-þjóðir geta nú sýnt sjálfmentaðan alþýöumann, sem standi fram- ar í Ijóðaskáldskap ? — Meöan “Öldin” .getr flutt kvæði eins og þessi, oða kvæðið “Asta- göngur” (eftir Kristinn Stefánsson), 3. bl. f. á., þurfa vorar 16 000 \’estr-íslendinga okki að bera kinnroða. fyrir inum 70 00.1 frænda vorra lieima. :i:) X. kvæðið hefði ég viliað láta euda á orðunum : “örðugri’ og jafnlengri ferö.” Með þeim hefir tilfinnlngm náð svo áhrifa- miklum dimair, að þar verðr engu við bætt, sem ekki dragi úr áhrifunum. Það sem á eftir fer, er vel orkt. En það eru hug- leiðingar (reHcction) og færi því betr sem sjálfstæð stef.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.