Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 10

Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 10
III ÖLDIN. Þetta, að ciginleikar eru ættgengir, á scr stað eigi siðr lijá jurtum en hjá dýrum. Því heflr alþýða manna í rauninni fyrir löngu tekið eftir líka. Eg man eftir að menn völdu kartöflur mjög til útsæðis heima á Islandi, og menn, sem áttu góða garða og hirtu þá vel og fengu óvenju- stórar og góðar næpur eða rófur, þeir vildu heldr koma sér upp fræi af þeim sjálfir, licldr en að kaupa útlent fræ. 0g varla mun neinn sl bóndi, cr akryrkju stundar, vera svo fávís, að liann velji eklci af inu bczta, en ekki inu lakasta, af uppskeru- korni sínu til útsæðis. I Schlesíu hafa menn á tiltölulega stuttum tíma komið sér upp einhverju inu ágætasta sauðfjárkyni, cnda cru þar mjög svo vandaðar skepnur til undaneldis. Ilver skepna er þrískoðuð, lögð upp á borð og rannsökuð nákvæmlega; vorði menn varir nokkurs minsta galla á henni, er hún auð- kcnd og tckin frá, og ckki talsmál um að hún sö höfð til undaneldis. Áþekt fara Englendingar að, til að gora kynbætr á korntegundum sínflm.- af góðum akri eru valin beztu öxin; af þeim cru svo tínd úr stærstu og þyngstu kornin af miðju axinu; þessum kornum cr svo sáð og með u^pskeruna af því korni er cins íarið aftr að sínu leyti, og svona cr haldið áfram í ein 12—14 ár; þá hafa menn vcnju- lcgn framleitt nýtt aflnágði af tegundinni, og cr það afbrigði þá búið að ná þeirri festu, að það heldr sér upp frá því og leit- ar ekki aftr í áttina til framtegundarinnar, sem það var af komið eða út af lcitt í fvrstu. Nú orðið gcra mentaðar þjóðir slíkar kynbætr með fullri meðvitund um nytsemi þeirra og í ákveðnum tilgangi. En jafnvel villiþjóðir og fáfróðir menn gera slíkar kvnbætr alveg óafvitandi eða ósjálfrátt. Þá af hundum sínum, sem ónýtir reynast til að elta dýrin, drepr veiðimaðrinn, af því að þeir gcra honum ekkert gagn, en eru að eins til kcstnaðar. En af því leiðir, að ónýtu hundamir æxla ekki kyn sitt (þeir eru drepnii’), heklr bcztu veiðihund- arnir, og þannig verða eiginleikar þeirra arfgengir og fram kemr mcð tímanum betra og betra veiðihunda-kyn. Þeim kúm, sem lítið mjólka, lóga menn fyrst; ávaxta-tréð, sem ber lítinn og lólcgan á- vöxt, er höggvið upp og annað betra gróðr- sett í þess stað. Á þcnnan hátt gera menn kynbætr, með því að inir hæfustu einstaklingar velj- ast til æxlunar; og þó að kynbótin gangi miklu seinlegar þannig ósjálfi’átt, heldr en þegar menn haga öllu með ásettu ráði og hala fastan tilgang,sem menn stefnaaðmeð fullri meðvitund—þá er þetta þó líka kyn- bót; það er framferðí, sem ósjálfrátt vcldr breytingum á tegundinni. Það cr svo margsannað, að Iiúsdýr (alidýr) og í’æktaðar jurtir geta tekið brcyt- ingum, sem ganga í erfðir og staðfestast, þar til úr þcssum dýrum eða jurtum eru orðnar nýjar tegundir, enda efar það eng- inn, scm heflr minstu lmgmyncl um garð- yrkju eða húsdýrarækt. Það er staðreynd, sem ekki verðr um þráttað. En inar viltu tegundir dýra og jurta — mundi þcim vcra nokkuð öðravísi hátt- að ? Munclu þær cinnig vera undirorpnar sama breytinga-lögmáli ? Þessa spurning setti Danvin fram, og hann varð að svara henni á þann hátt, að engin ástæða væri til annars en álíta, að villidýr og villijurtir hefðu einnig tekið breytingum með tímanum, og menn hafa enda í höndum fullar sannanir fyrir, að þau hafa gert það. Það má nefna hér þcgar citt dæmi. Á 15. öld fluttu sjómenn frá Portúgal nokkr- ar algengar kanínur í land á eyjuna Porto Santo, sein er lítil eyja norðr og austr af Madcira. Þar vóru engar kanínur þá fyr- ir á cyjunni. Kanínurnar æxluðust mjög ört og breyttu smátt og smátt öllu útlíti eyjarinnar. En jafnframt breyttust dýrin sjálf, svo að þau eru nú varla þekkjanleg fyrir kanínur lengr; þær ora orðnar minni vextí, nokkuð svipaðar rottum í útliti, eru

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.