Öldin - 01.11.1895, Síða 5
ÖLDIN.
á ferðinni, eins og gufiivagninn framleiðir
sitt eigið gufuafl. Fyrri en það verður
gert er ekki liætt við að gufuvagnarnir
hnígi í valinn sem útlifuð verkfæri. Yið
þá uppfinding er nú Tesla líka að þreyta
og sú uppfinding hans er svo vel á veg
komin, að Westinghouse-rafmagnsfélagið
hefir keypt einkaréttinn að honum og er
nú með honum að þreyta við að fullgera
véliná. Þessi vél er sameiginleg gufu- og
rafmagnsvél, og reynist hún eins og vonað
er, má taka niður hinn ógeðfelda vír yfir
sporinu. Hugmyndin er að gera tvent í
senn: umhverfa kolum og vatni í gufu
eins og gufuvagninn nú gerir, og umhverfa
svo gufunni jafnharðan í raf'magn, sem þá
er beitt til að hreyfa vagninn og lestina alla,
sem hann dregur. Fijótt álitið má virð-
ast að þetta sé að sneiða fyrir skemstu leið.
En Tesla hefir þegar, ófullkomin eins og
uppfinding hans þó enn þá er, sannfærst
um, að með þessu móti — umhverft í raf-
magn — hefir hvert eitt pund af kolum
eins mikið hreyfiafl, eins og tvö pund um-
hverfð í gufu einungis, og ef allar kring-
umstæður eru haganlegar, eins mikið afi
enda eins og þrjú pundafkolum umhverfð
í gufu. A þessu sézt hvert þessi tvöfalda
efnisbreyting, sem hann ráðgerir, er ekki
æði mikils virði. Komi hann vél þessari
upp, eins og efaiítið þykir, og leynist hann
sannspár að því, að hún eyði ekki meira
en einu kolatonni, á meðan gufuvagnar
eyða tveimur til þremur við sömu vinnu,
er lítill efi á, að gufuvagnar nútíðarinnar
týna tölunni fyr en menn varir.
Nicola Tesla, sem í svona jötunlegum
stýl er að umhverfa iðnaðarvélum nútím-
ahs, er enn að heita má kornungur maður.
Hann er á bezta þroskaskeiði æfinnar. Lífs-
starf hans er rétt að byrja, og þess vegna
ekki líklegt að nokkur sjái sér enn þá fært
að svara spurningunni: “Hvaða gagn er
að því ?”
165
“Timinn líður skjótt og vér erum á
flugi,” er góð og göinul sögn. Sannleik-
inn sem hún hefir að geyma kemur greini-
lega í Ijós, er athugað cr járnbrauta—og
járnbrautavélagerð. Af því hve öllu þar
að lútandi fleygir fram á ári hverju, finst
eflaust mörgum að sú stofnun sé miklu eldri,
en hún í raun og veru er. I sambandivið
ofanritað atriði um hina nýjustu uppfind-
ing Teslas — hina sameinuðu gufu — og
rafmagnsvél, er gaman að líta um öxl sér
og renna augunum yfir fyrstu tilraunirnar
að fá járnbrautarvél gerða. Yerður það
þá fyrst íyrir manni, að járnbrautirnar eru
ekki eldri en það, að kyndarinn á allra
fyrsta gufuvagninum, Joseph Bell að nafni,
er nýdáinn á Englandi. Það bendir óneit-
anlega á það, að járnbrautirnar séu ekki
eins gamlar eins og mörgum kann að finn-
ast að þær hljóti að vera.
Það var um miðsumarsleytið 3 825, að
þrír menn sátu saman að drykkju eftir
kvöldverð, í þorpinu Stockton á Englandi.
Einn þessara þriggja manna var höfundur
járnbrautanna og gufuvagnanna, hinn
nafntogaði völundur George Stephensox.
Hann var húsráðandinn og hinir tveir
voru gestir hans. Þeir sátu þarna til að
ræða um hinar mikilfenglegu tilraunir
hans og uppgötvanir. Um leið og liann
opnaði seinustu flöskuna og hclti á staup-
in, stóð hann upp og mælti fyrir minni
járnbrautanna — fyrsta minni járnbraut-
anna svo menn viti — á þessa leið : “Jæja
drengir, ég leyfi mér að láta það álit mitt
í ijósi, að þið lifið það, að járnbrautir taki
fram öllum samgöngufærum í þessu iandi.”
Ræðan var ekki lengri en þetta, en hún
varð gestunum minnisstæð, af því spádóm-
ur hans rættist svo fljótt og vel. Skömmu
síðar var fyrsta tilraunin gerð, 27. Sept-
ember 1825,—fyrir sjötíu árum og tveimur
mánuðuin. Þá var það að fyrsta gufu-
vagninum var hleypt af stokkunum og
hann sendur af stað fi'á Stockton til Darl-
ington með 34 vagna aftan í sér. Vélar-