Öldin - 01.11.1895, Blaðsíða 9
ÖLDIN.
169
og sem livergi var til í sinni al-fullkomnu
mynd.n
Grein sína um ritverk Shakespeares
endar dr. Denslow á þessa leið :
“Hið makalausa fjör og hinn maka-
lausi þróttur í sorgarleikjum Shakespeares
hefur þá yfir alla dramatiska ritdóma og
gerir þá að mælisnúru. Söguhetjurnar
eru ekki menn og ekki konur. Ilvort-
tveggja eru endurlífgaðar myndir hinna
listfengislega gerðu guða í algyðismusteri
goðatrúarinnar og færðar í búning fyrir
nútíðar leiksviðin. Rílcarður III. er betur
gerður djöfull en nokkurntíma sá, erMilton
uppmálaði. Og Macbeth er betur gerður
Belial. Það er sönnun fyrir siðferðislegri
framför þessarar aldar, að hið góða og
smekkvísa þjóðfólag hryJlir við að hugsa
sér söguhetjur Shakespeares menskar ver-
ur. Slíkir smekksmenn sælrjast eklci eftir
afskræmismyndum í sltáldskap, fremur en
þeir sækjast eítii' píslum í liugmyndum
sínum um örlögin. í þess stað lrjósa þeir
þá Jeilti, er sýna menn og konur er enga
þarf að bjóða við og sem ekki afskræma
hina fögru mynd sögunnar.”
“Þessi þrjú rit sanna greinilega, ef
sannanir þurfa, að höfundur þeirra gat
ekkí liafa athugað gang ritanna gegnum
lögfræðings gleraugu önnur eins og Bacons
lávarðar, æðsta lögfræðingsins í ríkinu á
sinni tíð. Ritin eru framleiðsla þess í-
myndunarafis, sem ekki sá nein vandkvæði
á að bróðir erfði konungdóm að bróður
sínum látnum, eða að sigursæll lierforingi
fremur en sonur tæki við stjórn að Jíon-
ungi látnum/’
Syefninn er dáleiðsla,
Eftir Carl Sextus.
Gerum ráð fyrir að liðið só á kvöldið
og að vér sitjum áhyggjulausir í heima-
húsum. Háttatíminn er óðum að nálgast
og af því leiðirað vér flnnum svefninn fær-
ast yflr oss. Kluklcan slær á sínu i’eglu-
bundna tímabili og miðnættisstundin nálg-
ast. Þegar vér þannig athugum hve liðið
er á tímann, kemur oss á ný í hug, að mál
sé að ganga til hvílu, og jafntramt eykst
svefn og þreytutilflnningin enn meira.
Eðlileg afleiðing þeirrar tilflnningar er sú,
að vér förum að geispa, og ef aðrir eru í
herberginu, fara þeir þá ósjálfrátt að geispa
líka. Geispar og svefn er svo undrunar-
lega smittandi, að vér ósjálfrátt hermum
einn eftir öðrum og tilflnningin er eins hjá
öilum. Ef framorðið er orðið þegar vér
förum að geispa, sannfærumst vér ósjálfrátt
um, að vér séum bæði þreyttir og sifjaðir
og hefir sú hugsun enn meiri geispa í för
með sér, er aftur knýr oss til þeirrar hugs-
unar, að um ekkert sé að gera annað en
ganga til rekkju, og það genun vér þá líka-
Vér afklæðum oss og förum upp í rúmið,
með þetta eina markmið fyrir liugskots-
augunum — að fara að sofa .
Næsta umhugsunarefni vort er að
liggja þannig, að sem best fari um oss, og
svo leggjum vér aftur augun. Þessi eðli-
legi, óafvitandi undii’búningur undir svefn-
inn, eða þessa sjálfframleiddu leiðslu, held-
ur því fremur áfram þegar vér látum aft-
ur augun, en sem óðum voru að sofna á
mcðan vér höfðum þau þó opin. En þó
höfum vér meðvitundina enn. Undir eins
og augun eru lukt, liemur oss óafvitandi í
hug, að flýta fyrir fullkomnum svefni. Vér
förum ósjálfrátt að lengja andardráttinn og
venjumst á það svo fljótt, að innan stundar
er andardrátturinn orðinn hægur og reglu-
bundinn og við það flytjumst vér nær og
nær takmarkinu, þessu leiðsluástandi.
Jafnframt og vér komumst í þetta ástand,
um leið og meðvitundin er að hverfa, hrjót-
um vér ekki ósjaldan. En það einkenni-
legasta er, að þó að vér þannig virðumst
vera sofnaðir, þá er svefninn enn ekki
virkilegri en svo, að vér — og oss eigin-