Öldin - 01.11.1895, Síða 10

Öldin - 01.11.1895, Síða 10
170 ÖLDIN. lega óafvitandi, erum enn að hlusta eftir þeim hljóini, sem minnir oss ásvefn. Þetta er heldur ekki hinn virkilegi, meðvitund- arlausi og endurnærandi svefn. Þetta er að eins leiðslu'istanðið, sem vér færum oss í til að ná hinu ákvarðaða takmarki. Leiðsluástandi þessu náum vór þannig, að á meðan vér liggjum vakandi, með augun aftur og með svefn í huga, og hlustum á vorn eigin andardrátt, eða eigin hrot, í- myndum vér oss að vér virkilega sofum og af því vér erum svo hlýðnir ímyndunarafli voru og vananum, látum vér undan þeim, og er afleiðmgin sú, að vér smámsaman missum meðvitundina og sofum. Meðvit- undin svo kallaða er þannig horfln. Yér hoyrum vorn eigin andardrátt ekki lengur. Eftir allan þennan undirbúning sofum vér loksins sætt og rótt. Undireins og meðvitundin hverfur, kösturn vér vorum hversdags líkama burtu frá oss. Vér hugsum, vér lifum og öndum í algerlega breyttu ástandi og í miklu and- legri geirn, þar sem hin þögula nótt og hinn valdmikli svefn ríkja með kyrð og rósemi og stjórna hugsun vorri og hreyf- ingum. Vor innri hvöt til svefns hefir unnið sigur og flutt oss óafvitandi yfir á land draumguðsins og erum vér nú alger- lega á hans hypnotiska valdi. Vér orum dáleiddir. Það er þessvegna ekki algerlega ó- rétt ef ég segi að þessi langi, reglulegi svefn, sem vér slepipum oss við á hverju kvöldi, livert sem vér erum svefnþurfar eða ekki, hvert sem vér leitum með hon- um hvíldar og endurnæringar eða ckki, að þetta dáleiðslu ástand sé afleiðing van- ans og eigin hvata. Og það er meir en smáræði sem þessar innri hvatir vorar verka á oss óafvitandi, vort andlega líf, alt í gegn. Ef nú hinn andlegi lfluti vor er háður þessum ábrifum hlýtur líkamsafl vort alt eðlilega að hlýða sömu lögum. Þetta erheldur ekkert undarlegt, ef vér að eins athugum að ait vort líf frá vöggunni til grafarinnar er sniðið eftir utanað komandi áhrifum, eftirstæling og ímvndun. Vér tökum að sjálfsögðu vorar merk- ustu hugsanir með oss inn í draumaríkið, en vér tökum þangað einnig ákveðna hugsun um það, að á þessum eða hinuin tímanum þurfum vér að vakna morguninn eftir. Vér vitum að á vissri mínútu þurf- um vér nauðsynlega að vakna og fara á fætur. Við þá mínútu festist hugurinn og það í rauninni er aflið sem verkar það, að vér vöknum á tilætlaðri, fyrirsettri stund. Hve oft er það ekki að fast sofandi maður rís alt í einu upp, þegar tíminn til að vakna nálgast, nýr augun, opnar þau jafnvel og lítur á klukkuna til þess að vera nú alveg viss um að fótaferðartíminn ákveðni sé kominn. Þó hann geri þetta er hann í rauninni meira sofandi en vak- andi og tilþrifin öll eru honum eiginlega óafvitandi, enda legst hann niður aftur og heldur áfram að sofa, eða móka, enda þótt liann só sér þess meðvitandi, að hann ætti nú að vera byrjaður að klæða, sig. En svefninn er vökunni yfirsterkari enn og heldur honum föstum á koddanum. Þó er þessi síðari svefn hans ekki vær, því tvö öfl eru farin að togast á innra fyrir, og það aílið sem berst fyrir skyldunni, þödinni að fara á fætur, samkvæmt loforði mannsins lcvöldinu áður, nær smámsaman yfirhönd- inni. Þessi rödd lætur hann ekki í friði svo framarlega sem honum er áríðandi að vakna og fara á fætur. Ef liann er trú- vcrðugur maður lætur hann loks undan og sezt upp á ný og á ný, og ósjálfrátt fer hann með höndurnar upp að augunum og strýkur fingrunum þéttingsfast yfir þau. Þetta gerir nann nokkrum sinnum, þang- að til líf færist í taugarnar og hann er vaknaður. Þrýstingurinn á augnalokin og núningurinn verkar á taugarnar, sem ná- tengdastar eru heilanum og heilinn svo aftur út frá sér á alt taugakerfið. Þetta er sérstaklega, eftirtektavert, þegar athug- að er, að á sama hátt má vekja menn upp af liypnotiskum svefni eða dáleiðslu.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.